Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Gleđilegt nýtt ár

Um áramót
 
Eins og foss af fjallsins brún
fellur áfram tímans straumur.
Líkt og himinljóssins rún
lífsins blikar yfir draumur.
 

Ingibjörg Ţorgeirsdóttir.  Ljóđ, 1991.

Ég óska ykkur öllum friđar og farsćldar á nýju ári međ ţökk fyrir samskiptin á árinu sem er ađ líđa.

Saman um áramót

Nú fer í hönd sá tími ársins, áramótin , ţar sem unglingarnir ţurfa hvađ mest á stuđningi og ađhaldi foreldra sinna ađ halda.
Um áramót hefur sú ţróun orđiđ í íslensku samfélagi ađ nýju ári er fagnađ fram á nótt og sumir hverjir eru enn ađ fagna ţegar birtir af nýjum degi, ţeim fyrsta á nýju ári.
Eđlilega leyfa ţví margir foreldrar börnum sínum ađ vaka lengi og taka ţátt í gleđinni.

Eins og mörg fyrri áramót mun alltaf einhver hópur ungmenna safnast saman um og eftir miđnćtti og neyta áfengis og sumir jafnvel annarra vímugjafa. Einhverjir ţessara krakka langar til ađ vera hluti af félagahópnum en hafa ekki í hyggju ađ drekka.  Ţá reynir á ţá ađ standast allan hópţrýsting og segja nei takk viđ öllum vímugjöfum hvađa nafni sem ţeir kunna ađ nefnast.
Fyrir marga unga og ómótađa unglinga getur ţetta reynst erfitt. Ţeir velta vöngum yfir ţví hvort ákvörđun ţeirra um ađ vilja ekki taka ţátt í neyslunni hafi áhrif á stöđu ţeirra innan hópsins.

Ţeir foreldrar sem taka ţá ákvörđun ađ vera međ, eđa í ţađ minnsta ađ vera nćrri unglingunum sínum á ţessum tímamótum eru međ ţví ađhaldi ađ veita ţeim mikinn stuđning á ţessu viđkvćma tímaskeiđi ţeirra. 

Međ ţví ađ segja viđ unglinginn sinn, „viđ viljum fagna nýju ári međ ţér og ađ viđ séum öll saman “ eru foreldrarnir jafnframt ađ gefa börnum sínum til kynna hversu vćnt ţeim ţykir um ţau og ađ ekkert skipti ţau meira máli en velferđ ţeirra.

Fögnum nýju ári í návist barnanna okkar og gerum ţannig nýja áriđ ađ ţeirra ári.  

Fuglasöngur á ađfangadag

Ţađ sem gladdi hvađ mest á ađfangadag voru fuglarnir á fóđurbretti sem viđ höfum komiđ fyrir í tréi fyrir utan húsiđ okkar hér í Seljahverfinu.
Ţar gćddu Auđnutittlingar og einstaka ţröstur sér á korni og jarđarberjum. 
Viđ opinn glugga mátti heyra fuglasöng og tíst sem úti vćri hásumar.
Litlu krílin voru alsćl. 
Mikiđ er nú gaman ađ huga ađ ţeim allra smćstu svona í miđju jólaamstri.
Ég reyndi ađ ná góđri mynd af hópnum en ţar sem aldrei birti almennilega ţennan dag er hún ekki alveg nógu skýr.

Gleđileg jól kćru bloggvinir

Gleđileg jól sömuleiđis góđu bloggvinir. Ţakka ykkur fyrir áriđ sem er ađ líđa.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar farsćldar á komandi ári og hlakka til kynnast ykkur sem flestum enn betur. 

Međ ţessari jólakveđju langar mig ađ deila međ ykkur ţessu ljóđi.

Bernskujól
 
Máđ fótspor
feta um innviđi hugans
flöktandi kertaljósiđ lýsir leiđ
 
fannbreiđa og glittir í mann í rökkrinu
rjúpnakippa á öxl
 
kallarnir međ hrúta í bandi
á fyrsta degi tilhleypinga
ţađ er Ţorláksmessa
 
jólakveđjur útvarpsins hljóma ţegar kvöldar
tandurhrein hátta ég í nýjum náttfötum
 
sofna út frá saumavélarhljóđi
örugg
veit ađ mamma klárar jólafötinn
 
ađfangadagur og biđin endalaus
loksins ilmur af rjúpum og greni
klukknahringing og
hversdagurinn er ekki lengur til
 
í djúpi sjálfs míns logar jólaljósiđ
 

Stefanía G. Gísladóttir.  Munum viđ báđar fljúga, 2004.

 


Misskilningur ađ ţađ sé í lagi ađ aka bíl eftir einn drykk. Umferđarstofa segir ţađ lögbrot

   

„Eftir einn ei aki neinn“ 
Sem stendur er sérstakt átak í gangi hjá Umferđarstofu sem gengur m.a. út á ađ leiđrétta ţann misskilning ađ ţađ sé í lagi ađ aka bíl svo lengi sem áfengismagn í blóđi sé undir refsimörkum, ţ.e. 0.5 prómill. 
Einar Magnús Magnússon, upplýsingarfulltrúi Umferđarstofu segir í viđtali í Mbl. í gćr ađ ţađ varđi viđ lög ađ aka eftir neyslu áfengis, sama hversu lítiđ magniđ er. Hann segir jafnframt ađ međ ţessu átaki sé veriđ ađ leiđrétta ţann misskilning ađ ţađ sé „í lagi“ ađ aka bíl svo lengi sem áfengismagniđ sé undir refsimörkum ţ.e. 0.5 prómill. En er ţađ lögbrot?

Ég held einmitt ađ margt fólk sem á annađ borđ notar áfengi líti ekki á ađ ţađ sé ađ brjóta lög međ ţví ađ aka eftir neyslu svo fremi sem neytt hefur veriđ óverulegs magns og ađ ţađ meti sem svo ađ áfengismagniđ í blóđinu sé hvergi nćrri refsimörkum. Hvort ţví finnist ţađ „í lagi“ eđa yfir höfuđ skynsamlegt er eflaust mjög einstaklingsbundiđ.

Sumt fólk sest hiklaust undir stýri eftir ađ hafa fengiđ sér 1 glas eđa drukkiđ  1-2 glös međ mat. Ţađ segir ef til vill viđ sjálft sig ađ verđi ţađ stöđvađ af lögreglu muni ekki mćlast nćgjanlega mikiđ magn í blóđi til ađ ţađ kalli á alvarlegar afleiđingar svo sem ökuleyfissviptingu og/eđa háa sekt. Um ţetta getur fólk hins vegar ekki veriđ visst um. Eftir eitt glas getur áfengismagniđ í blóđinu fariđ í 0.5 prómill og jafnvel yfir ţau mörk  allt eftir ţví hvenćr ekiđ er eftir neysluna. Margir ađrir ţćttir geta einnig haft áhrif sem dćmi hvort viđkomandi hefur neytt áfengisins á fastandi maga eđa međ, eđa eftir mat svo fátt eitt sé nefnt.  

Í viđtalinu viđ Magnús kemur fram ađ sé ökumađur stöđvađur og í honum mćlist minna en 0.5 prómill í blóđi ţá séu afleiđingarnar ţćr ađ honum er gert ađ hćtta akstri og er sviptur lyklunum sem hann getur sótt í fyrsta lagi daginn eftir. Ţetta eru vissulega óţćgindi en ég tel ţađ nokkuđ víst ađ sumir eru tilbúnir til ađ láta á ţetta reyna fremur en ađ skilja bílinn eftir telji ţeir ađ áfengismagn í blóđi sé undir refsimörkum. Fyrir marga eru ţetta léttvćgar afleiđingar og ţví vel líklegt ađ ţeir muni taka áhćttuna aftur.

Til ađ ná tökum á ölvunarakstri ţarf a.m.k. tvennt ađ koma til.
Ef ţađ er lögbrot ađ aka eftir nokkra neyslu jafnvel ţótt áfengismagniđ í blóđi nái ekki refsimörkum ţurfa afleiđingarnar ađ vera ađrar og meiri en smávćgileg óţćgindi fyrir ţann sem „brotiđ“ fremur.
Öđruvísi er hćtta á ađ viđkomandi taki máliđ ekki mjög alvarlega.

Líklegt má telja ađ vćnta megi árangurs til lengri tíma ef tćkist ađ höfđa til ökumanna ţannig ađ viđhorfabreyting nćđi ađ eiga sér stađ. Til dćmis ađ hver og einn hugsi ekki á ţeim nótum ađ akstur eftir tvo drykki sé áhćttunnar virđi og eins ađ eftir eitt eđa tvö glös sé viđkomandi ekki ađ reyna ađ sigta út  hvoru megin 0.5 prómillanna áfengismagniđ í blóđinu er heldur ákveđi bara einfaldlega ađ aka ekki.

Átak gegn ölvunarakstri er gott og gilt en ţyrfti ađ vera allt áriđ um kring ef vel ćtti ađ vera. Miklu máli skiptir ađ ná til ţeirra sem eru ađ undirbúa sig undir ökuprófiđ. Ekki er ósennilegt ađ einmitt í ţví ferli séu einstaklingarnir hvađ mest móttćkilegir fyrir frćđslu um mikilvćgi ţess ađ forđast alla áhćttuhegđun, hrađakstur og ađ “Eftir einn ei aki neinn„


Ađ huga ađ ţví smáa

Á hverjum degi á ađventunni sendir hann V. Ljósálfur Jónsson vinum og vandamönnum um land allt jólaglađning í tölvupósti í formi ljóđa/kvćđa.
Ţetta kom í gćr.
                                
                                   Jólatré


                                       Á
                               jólatrénu
                        brothćttar tyggjó-
                     kúlur og englar fljúga í
                 kringum tréđ hring eftir hring.
              En ţeir sofna um leiđ og viđ lokum
            augunum.  Nóg ađ blikka auga og ţeir
    dotta, fá sér stuttan lúr.  Kertaljósin loga glatt.
     Undir trénu hvíla inniskór, greiđa, munnharpa,
        spegill, varalitur, leikfangahestur, hálsmen,
hanskar, brúđa sem geymir bleiu, snuđ og náttkjólinn
   sinn í poka.  Hún fćr ađ sofa viđ vanga stúlkunnar
                                      í
                                   nótt.

Kristín Ómarsdóttir.  Jólaljóđ, 2006.

Ađ segjast vera annar en hann er

Mikiđ hefur veriđ skrifađ um uppátćki Vífils Atlasonar sem tók upp á ţví ađ hringja í forseta Bandaríkjanna og ţykjast vera forseti Íslands. 
Mín fyrsta hugsun var ţegar ég heyrđi ţetta: Hvar fékk Vífill ţetta símanúmer?
Einnig velti ég fyrir mér hvađ forseta Íslands fyndist um ţetta uppátćki?

Ţađ ađ hringja í annan ađila og ljúga til nafns getur nú varla flokkast undir ađ vera eitthvađ sem auđvelt er ađ samţykkja.
Ef um létt spaug á ađ vera ađ rćđa er mikilvćgt ađ leiđrétta prettina hiđ fyrsta. Stundum hafa hrekkir sem átt hafa ađ vera saklausir og sniđugir haft neikvćđar afleiđingar.
Ţetta ákveđna símtal hefđi jafnvel geta haft einhverja eftirmála.


Jólatónleikar Fíladelfíu - Fyrir ţá sem minna mega sín.

Ég var á stórgóđum jólatónleikum í síđustu viku sem haldnir voru á vegum Hvítasunnusafnađarins. Upplifunin var einstök, enda ţar á ferđinni mikilhćfir tónlistamenn og kórfólk. Tónlistarstjóri og útsetjari var ađ sjálfsögđu Óskar Einarsson og kórinn söng undir stjórn Hrannar Svansdóttur. Hápunktur tónleikanna var samsöngur ţeirra Maríönnu Másdóttur og Erdnu Varđardóttur en ţćr sungu saman Ó Helga Nótt.  Ţetta var međ ólíkindum vel gert hjá ţessum tveimur hćfileikaríku konum ađ unun var ađ.

Bestu ţakkir fyrir ţessa tónleika. 


Niđurstöđur PISA - könnunarinnar, leita skal skýringa víđa.

Hvort niđurstöđur PISA hafa veriđ of-eđa vantúlkađar er e.t.v. ekki máliđ heldur frekar hvađ viđ sem ţjóđ ćtlum ađ gera viđ ţćr.

Ég tek undir međ ţeim sem hvetja til naflaskođunar á öllum vígstöđvum.
Hér er ekki um neinn einn sökudólg ađ rćđa og sannarlega tel ég ţetta ekki sök skólanna, kennaranna eđa ađ ţví ađ menntun kennara er ekki nógu löng eđa góđ.

Ef skođum nánar lestur og hverslags fćrni ţađ er.
Lestur er ţannig fćrni ađ ef ekki er lesiđ reglulega hrakar barninu í lestri jafnvel ţótt ţađ hafi veriđ orđiđ fluglćst. Lestur og lestrarafćrni byggist fyrst og fremst á reglulegri ţjálfun eftir ađ fćrninni er náđ.

Ég er sannfćrđ um ţađ, eins og margir ađrir,  ađ börn lesi yfir höfuđ mun minna í dag en tíđkađist hér áđur fyrr enda margt annađ en lestur sem heillar hug nútímabarnsins og sem ţađ vill frekar verja stundum sínum í.

Sólarhringurinn hefur ekkert lengst, hann er, hefur ávalt veriđ og mun áfram vera 24 klukkustundir. Hvernig á nútímabarn ađ koma öllu ţví viđ sem ţađ ţarf ađ gera og sem ţví langar ađ gera á ţeim tíma sem ţađ hefur úr ađ mođa. Ţađ stundar skólann, tómstundir og áhugamál. Margir unglingar vilja jafnvel vinna međ skólanum og síđan er ţađ sjónvarpiđ, DVD og svo tölvan, MSN-iđ, bloggiđ og tölvuleikir. Loks má nefna ţann tíma sem barniđ eyđir í gsm símann sinn og sms skeytasendingar.

Eitthvađ er dćmt til ađ sitja á hakanum og mjög líklega er ţađ lestur bóka sem orđiđ hefur út undan. Ţví skal ekki undra ađ börnum hafi fariđ aftur í lestri.


Bleikt á stelpur, blátt á strákana eđa kynhlutlausa liti á nýburana?

Umrćđan um ţá hefđ sem skapast hefur á fćđingardeildum hins opinbera hefur falliđ í misjafnan jarđveg hjá fólki og sitt sýnist hverjum eins og gengur.

Sjálf er ég ţeirrar skođunar ađ sú hefđ ađ klćđa nýfćddar stúlkur í bleikt og strákana í blátt er ágćtis hefđ sem engin ástćđa er til ađ varpa fyrir róđa. 
Vćri ég nýbökuđ móđir í dag myndi ég vera fyllilega sátt viđ ţetta litaval á kynin.

Ţeim foreldrum sem líkar ţessi hefđ illa ćtti einnig ađ vera í frjálst ađ velji ađra liti á börn sín ţá fáu daga sem ţau dvelja á fćđingardeildinni.

Ţetta atriđi hefur ađ gera međ smekk, stíl, viđhorf og gildismat og ţví ekkert til fyrirstöđu ađ fólk hafi um ţađ val. 

Ég vona sannarlega ađ ţingmenn fari ekki ađ eyđa of miklum tíma í ţessa umrćđu enda brýnni mál sem bíđa.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband