Borgarstjóri aðeins fulltrúi meirihlutans

Fyrir nokkru var lögð fram tillaga um að oddvitar myndu funda reglulega með þingmönnum, ráðherrum og hitta nefndir þingsins eftir atvikum í málum sem eru sameiginleg ríki og borg. Þessi tillaga var felld í fundi borgarráðs í dag. Fram hefur komið að venjan er sú að borgarfulltrúar hitti þingmenn í kjördæminu tvisvar á ári og er það gott. Í þessu tilfelli er verið að tala um oddvita flokkanna í borginni en ekki alla borgarfulltrúa. Nú er það þannig að borgarstjóri einn sækir fjölmarga fundi með þingmönnum og ráðherrum vegna ýmissa sameiginlegra mála ríkis og borgar. Þar sem borgarstjóri er fulltrúi meirihlutans finnst borgarfulltrúa Flokks fólksins ekki óeðlilegt að oddvitar minnihlutans eftir atvikum sæki einstaka fundi með borgarstjóra þegar hann hittir þingnefndir/aðrar nefndir eða hópa þingsins eða ráðherra. Borgarstjóri er ekki fulltrúi borgarstjórnarflokks Flokks fólksins út á við og getur varla verið talsmaður minnihlutaflokkanna á fundum utan borgarstjórnar.


Bloggfærslur 24. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband