Hvers á Úlfarsárdalur ađ gjalda?

Úlfarsárdalur er tiltölulega nýtt hverfi. Fjöldi ábendinga hafa borist vegna safnhauga byggingarefnis ţar og skort á götumerkingum til ađ tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur brugđist viđ ţessu og lagt fram fyrirspurnir um eftirlit međ umhirđu og tillögu um borgarmeirihlutinn geri átak í ađ betrumbćta merkingar til ađ tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á gönguţverunum og gangbrautum í Úlfarsárdal.

Víđa í Úlfarsárdal eru gangbrautir ekki merktar eins og á ađ gera (sebrabrautir). Einnig vantar ađrar merkingar svo sem gangbrautarmerki sem nota skal viđ gagnbraut og vera beggja megin akbrautar.  Ef eyja er á akbraut á merkiđ einnig vera ţar. Ţađ vantar einnig víđa viđvörunarmerki sem á ađ vera áđur en komiđ er ađ gangbraut. Gangbrautarmerkiđ ćtti ekki ađ vera lengra en 0,5 m frá gangbraut.

Ţetta er sérkennilegt ţví meirihlutinn í borginni hefur svo oft talađ um ađ réttindi gangandi og hjólandi í umferđinni skuli koma fyrst. Allar gangbrautir eiga ađ vera merktar eins og eins og lög og reglugerđir kveđa á um. Segir í ţeim ađ „gangbrautir verđi merktar međ sebrabrautum og skiltum til ađ auka umferđaröryggi. Í reglugerđ 289/1995 er kveđiđ á um ađ gangbraut skuli merkt međ umferđarmerki báđum megin akbrautar sem og á miđeyju ţar sem hún er. Ţá skal merkja gangbraut međ yfirborđsmerkingum, hvítum línum ţversum yfir akbraut (sebrabrautir)“.

Tillögunni var vísađ til skipulags- og samgönguráđs

Haugar af tćki, tólum og öđru byggingardrasli

Ábendingar hafa borist um mikla óhirđu í kringum byggingarsvćđi í Úlfarsárdal. Um ţessi mál lagđi Flokkur fólksins fyrirspurn ţess efnis hvernig eftirliti og eftirfylgd er háttađ međ umhirđu verktaka Reykjavíkurborgar á vinnustađ og hver viđurlögin eru séu reglur brotnar.

Í stöđluđum útbođsákvćđum borgarinnar segir ađ verktaki skuli ávallt sjá um ađ allir efnisafgangar séu fjarlćgđir jafnóđum. Verktaki skal sjá svo um ađ umhirđa á vinnustađ, vinnuskúrum og á lóđum sé ávallt góđ og skal verktaki fara eftir fyrirmćlum eftirlitsmanns ţar ađ lútandi. Verktaki skal enn fremur gćta ýtrustu varúđar og öryggis viđ framkvćmd verksins.

Á ţessu er heldur betur misbrestur í Úlfarsárdal. Ţar er umhirđu verulega ábótavant og líkur á ađ slysahćtta skapist. Sums stađar ćgir öllu saman, tćki, tólum og drasli. Sjá má moldar- og vatnspytti á byggingastöđum, hauga af byggingarefni og annarri óreiđu jafnvel á götum sem tengjast ekki byggingarsvćđinu sjálfu. Sagt er ađ lóđarhafar til margra ára safna byggingaefni á lóđir án ţess ađ hefja framkvćmdir. Sumum finnst ţetta ekki vinnustađir heldur safnhaugar. R19090303

Fyrirspurnum var vísađ til umsagnar umhverfis- og skipulagsviđs.

 


Bloggfćrslur 11. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband