Ég er ekki vofa

Í morgun eins og ađra morgna gekk fólk til vinnu sinnar, sumir léttir í spori, fullir orku og tilhlökkunar á međan skref annarra voru ţyngri, jafnvel blýţung. Ţungu skrefin voru skref ţeirra sem lagđir eru í einelti á vinnustađ sínum.


Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferđisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins verđur í ţessari grein fjallađ um einelti á vinnustađ.

Birtingarmyndir eineltis á vinnustađ eru margar og mismunandi, allt eftir eđli og ađstćđum á vinnustađnum og fólkinu sem ţar starfar. Stjórnun og stjórnunarstíll hefur mikil áhrif á vinnustađamenninguna en einnig fjölmargir ađrir ţćttir. Ţar sem einelti hefur náđ fótfestu geta ţolendur og gerendur veriđ úr röđum stjórnenda/millistjórnenda eđa almennra starfsmanna.

Dćmi um eineltishegđun í garđ samstarfsađila er: 

Sýna dónalega, ruddalega eđa hrokafulla framkomu 
Gera grín ađ, lítilsvirđa eđa hćđast ađ, baktala
Sniđganga, hunsa, einangra og hafna
Leyna upplýsingum til ađ skađa frammistöđu
Kaffćra í verkefnum
Gagnrýna, finna viđkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum

Sú birtingarmynd sem margir ţolendur segja ađ hafi fariđ hvađ verst međ sig er hunsun, ađ vera sniđgenginn, einangrađur, látiđ sem viđkomandi sé ósýnilegur, sé einfaldlega ekki á stađnum.

Fyrirgefiđ ţiđ, en ég er ekki vofa, varđ ţolanda eineltis ađ orđi ţegar honum ofbauđ hversu langt starfsfélagarnir gengu í ađ láta sem hann vćri ósýnilegur. Ţađ var ekki ađeins gengiđ fram hjá honum og hann sniđgenginn heldur var einnig horft í gegnum hann.

Sekur en veist ekki um hvađ

Eineltismálin hafa veriđ helstu sérfrćđimál mín sem sálfrćđingur í ţrjátíu ár. Međ hverju máli sem ég tók ađ mér lćrđi ég sjálf eitthvađ nýtt sem ég gat nýtt mér í nćsta máli. Ekkert mál er ţó nokkurn tímann eins. Engu ađ síđur eru ákveđin grunnatriđi í vinnsluferlinu sem mikilvćgt er ađ fylgja og vinnan ţarf ađ einkennast af heiđarleika, hreinskilni og alúđ gagnvart öllum ţeim sem ađ málinu koma.


Viđ vinnslu eineltismáls ţarf ađ gćta ađ rétti beggja ađila, ţolanda og meints geranda. Ađili sem er ásakađur um einelti eđa kynferđisofbeldi á rétt á ađ vita hvert sakarefniđ er sem hann ţarf ađ taka afleiđingum af.

Bauđst tćkifćri hjá valdhöfunum

Í nýju starfi sem borgarfulltrúi er ég í öđru hlutverki. Ţađ var mín fyrsta hugsun ţegar ég var kosin hvort ég myndi geta nýtt mér reynslu mína sem fagađili m.a. í eineltismálum í ţágu starfsmanna borgarinnar. Ţađ tćkifćri bauđst. Á fundi borgarráđs ţann 19. júlí 2018 var tillaga mín um ađ fá ađ leiđa ţverpólitískan stýrihóp í ţeim tilgangi ađ endurskođa stefnu Reykjavíkurborgar um einelti, áreitni og ofbeldi samţykkt. Afrakstur stýrihópsins var lagđur fyrir borgarstjórn til samţykktar 19. mars 2019. Nokkrar mikilvćgar breytingar voru gerđar á stefnu og verklagi borgarinnar í ofbeldismálum í međförum stýrihópsins.

Helstu efnislegar breytingar í stefnu og verklagi borgarinnar

Aukiđ gegnsći er ein mikilvćgasta breyting sem gerđ var viđ endurskođunina. Málsađilar, ţolandi og meintur gerandi, hafa nú ađgang ađ öllum upplýsingum og gögnum sem tengjast málinu ađ teknu tilliti til laga um persónuvernd og vinnslu persónu- og upplýsingalaga nr. 140/2012. Ţau sem rćtt er viđ (vitni) fá ađ vita ţađ fyrirfram ađ ferliđ er opiđ og gegnsćtt gagnvart ađilum máls sem munu sjá skráningar allra viđtala. Ađilar sem rćtt er viđ fá tćkifćri til ađ lesa yfir ţađ sem hafa á eftir ţeim í álitsgerđ um máliđ og ţeim gefin kostur á ađ lagfćra framburđ sinn óski ţeir ţess.

Ákvörđun var tekin um ađ breyta skilgreiningu eineltis lítillega. Stýrihópurinn var sammála um ađ nota ekki hugtakiđ síendurtekin en í reglugerđ ráđuneytisins nr. 1009/2015 er ţađ ófrávíkjanlegt skilyrđi ađ hegđunin ţurfi ađ vera síendurtekin. Viđ ţetta gat stýrihópurinn ekki unađ enda hefur reynslan sýnt ađ ţessi ţrenging hefur fćlingarmátt. Sumir ţolendur segja ađ ekki ţýđi ađ leggja inn kvörtun ţar sem skilgreiningin sé allt of ţröng. Einstaka rannsakendur hafa nefnilega gengiđ svo langt ađ fullyrđa ađ síendurtekin hegđun merki ađ háttsemin ţurfi ađ vera viđhöfđ vikulega yfir ţađ tímabil sem kvörtunin nćr til ef hún eigi ađ flokkast undir skilgreiningu um einelti.

Ađ lokum má nefna ađra mikilvćga breytingu og snýr hún ađ óhćđi rannsakenda. Ef leita ţarf til fagađila utan borgarinnar skal leita samţykkis ţess sem tilkynnti máliđ (ţolanda). Tilkynnandi verđur ađ fá tćkifćri til ađ hafa hönd í bagga međ hverjir rannsaka mál hans. Hann ţarf ađ geta treyst ţví ađ sá sem fenginn er til ađ rannsaka máliđ sé sannarlega óháđur.

Endurskođuđ stefna og verklag 2019 er ađ finna á vef Reykjavíkurborgar.

Sú gullna regla sem stýrihópurinn fylgdi viđ endurskođun stefnunnar og verklags var sanngirni, međalhóf og gegnsći. Ţađ tókst ađ ég tel međ ágćtum.

Kolbrún Baldursdóttir, sálfrćđingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins

Greinin er birt í Morgunblađinu í dag 8. nóvember


Bloggfćrslur 8. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband