Sameining eđa lokanir skóla oftast í óţökk foreldra

Í morgun var lagt fram 6 mánađa uppgjör borgarinnar. Yfir ţessum tölum hvíldi mikil leynd ţar til Kauphöllin opnađi. Nú hefur allri leynd veriđ aflétt. Ţađ sem kemur mest á óvart er stađa Skóla- og frístundarráđs. 49% af nettó útgjöldum í hlutfalli af skatttekjum borgarinnar fer til Skóla- og frístundarsviđs. Sviđiđ er međ 1 m.kr umfram fjárheimildir. Engu ađ síđur er vandi víđa í skólamálunum. Öll vitum viđ orđiđ um ástand skólahúsnćđis víđa vegna viđhaldsleysis sl. 10 ára međ tilheyrandi afleiđingum, raka og leka (myglu). Nú liggur fyrir skýrsla innri endurskođanda sem stađfestir ţetta og fleiri vandamál. Í skýrslunni segir ađ mismunandi skilningur er á milli skólastjórnenda og fjárveitingarvaldsins hjá Reykjavíkurborg um hversu mikiđ fjármagn ţarf til ađ reka grunnskóla í borginni. Lítiđ svigrúm er til hagrćđingar innan skólanna og gripiđ er til sameiningar og lokana oftast í óţökk foreldra og jafnvel skólastjórnenda. Í sérkennslu fara um 5 milljarđar en sérkennslan er ekki árangursmćld og ţví óljóst hvort hún sé ađ skila sér sem skyldi til barna sem hennar njóta.

Ţađ er erfitt ađ átta sig á hvert borgarmeirihlutinn er ađ fara í skólamálum borgarinnar. Kapp er lagt á ađ allt lítiđ vel út á yfirborđinu, skóli án ađgreiningar og allt ţađ. Af ţessu ađ dćma má e.t.v. hlýtur ţađ ađ liggja í augum uppi ađ fé sem veitt er í skólakerfiđ sé einhvern veginn ekki ađ nýtast.


Bloggfćrslur 29. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband