Þá er að undirbúa sig undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eru Íslendingar í hers höndum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér sýnist greinarhöfundur vera að velta því fyrir sér hvort okkur beri að borga eða ekki. Þjóðaratkvæðagreiðslan er bara ekki um það,heldur um  breytingartillögu við gildandi lög, árituð af forsetanum þess efnis að við greiðum þessa skuld. Það er aðeins greiðslufyrirkomulagið sem kosið verður um.

Auðvitað hefur fólk allskyns sjónarmið í þeim efnum hvort okkur beri að greiða eða ekki. Álitin um það eru líka margvísleg og fegin vildi ég að við gætum sloppið við að borga þetta.

Ég hef séð þá tilgátu, að bak við tjöldin sé talað um að ESB muni taka þessa skuld og greiða hana, en til þess þurfum við að viðurkenna greiðsluskylduna. Það fylgdi með í færslunni að stjórnarandstöðunni væri fullkunnugt um þetta, en héldi þó áfram að óskapast.

Þetta sá ég á bloggi hjá Ómari Valdimarssyni blaðamanni fyrir nokkru og nokkur komment með þar sem fólk tók undir þessa kenningu Ómars.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 01:18

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei Hólmfríður, þjóðaratkvæðagreiðslan fjallar ekki um það hvort borga á eða ekki. Stjórn Geirs Haarde eins og þú manst skrifaði undir greiðsluskylduna.

En það er kannski einmitt vandamálið að margir telja sig vera að fara að kjósa um það og mun því greiða atkvæða um allt annað en verið er að kjósa um.  Spurningin sjálf er eins og þú sérð ekki einföld, heldur margliða og snúin í ofanálag.

Það sem felst í að undirbúa sig undir þetta er að afla sér eins hlutlausra upplýsinga og hægt er. Fólk myndi e.t.v. vilja setja sig inn í eftirmálanna þ.e. fá einhverja raunhæfa mynd af því sem myndi gerast og ekki gerast verði t.d. lögunum hafnað. Nú verði þau samþykkt, þá að fá skýrari mynd af því hvort þjóðin stæði undir þessu.

Í þessum atriðum greinir mönnum á eins og þú veist. Hr. Ólafur Ragnar er í það minnsta ekki áhyggjufullur og fjölmargir líta til hans sem fyrirmyndar og hugsa, ef Ólafur Ragnar er rólegur þá er ég það líka.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.1.2010 kl. 09:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband