Hin árangursríka sálfræðinálgun Hugræn Atferlismeðferð

naerverusalar1hamkrbr26.jpgHelstu sérkenni Hugrænnar atferlismeðferðar. Sálfræðinálgun sem hentar þeim sem glíma við kvíða, streitu og depurð. Oddi Erlingsson og Sóley Davíðsdóttir, sálfræðingar segja frá námskeiði sem þau bjóða upp til að kenna fólki að tileinka sér þessa árangursríku tækni.

Í Nærveru sálar kl. 21.30 1. febrúar á ÍNN.

Námskeið í Hugrænni Atferlismeðferð, sjá meira á vef Kvíðameðferðarstöðvarinnar www.kms.is

Hugræn atferlismeðferð er meðferðarform sem sameinar bæði aðferðir hugrænnar meðferðar (cognitive therapy) og atferlismeðferðar (behavior therapy).  Í hugrænni meðferð fær fólk aðstoð við að breyta neikvæðu hugarfari þannig að líðan þeirra fari batnandi. Í atferlismeðferð er fólk aðstoðað við að breyta atferli sínu, til dæmis takast smátt og smátt á við það sem það kvíðir fyrir að gera. Þannig fer líðan þess smám saman batnandi og fólk öðlast meiri trú á getu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband