Arfleifðin skoðuð með Heiðari snyrti og Björk borgarfulltrúa.

naerverusalararf133.jpg

Það er sennilega aldrei eins tímabært og nauðsynlegt og nú en að hugsa til baka og rifja upp hvernig forfeður og mæður okkar lifðu. Þrautseigjan, eljan og krafturinn bjó meðal þorra íslendinga því stór hluti þeirra lifði oft við erfiðar aðstæður bæði kulda, vosbúð og fátækt.

Í nærveru sálar 1. mars ræði ég við frændfólk mitt þau  Heiðar Jónsson, snyrti og Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa um arfleifðina en ömmur okkar þær María og Stefanía Ásmundsdætur frá Krossum voru systur.

Hver voru skilaboð þessara kraftmiklu systra til afkomenda sinna og hvernig minnumst við þeirra sem fyrirmynda?  Við ræðum saman um lífið sem þær lifðu á Krossum og tengjum okkur við lífsskoðun þeirra og gildismat. Hvernig getum við mynda brú frá gömlu góðu gildum fortíðarinnar yfir í hina flóknu og ólgumiklu nútíð sem við lifum og hrærumst í?

maria_og_stefania_smundsdaettur.jpgMaría og Stefanía Ásmundsdætur voru dætur Ásmundar Jónssonar og Kristínar Stefánsdóttur frá Krossum. Þær fæddust fyrir aldamótin 1900, bjuggu og ólu börn sín upp á Krossum í Staðarsveit. Stefanía varð snemma ekkja með stóran barnahóp og María var einstæð móðir með tvær dætur. Við frændfólkið rifjum upp minningarnar um ömmur okkar, lærdóminn sem þær miðluðu, umburðarlyndið sem þær kenndu og hvernig þær sýndu kærleikann í verki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband