Flugfreyjan, draumastarf margra

naerverusalarflugf136_skorin_967871.jpg

Svo lengi sem menn muna hefur flugfreyjustarfið verið draumastarf fjölmargra ungra kvenna. Síðasta áratuginn hefur það einnig færst í aukana að piltar/menn sækjast í að starfa sem flugþjónar.

Starfið hefur á sér ákveðinn ævintýrablæ sem felst ekki hvað síst í þeirri staðreynd að þeir sem starfa í háloftunum eru á ferð og flugi út um allan heim. Engu að síður er hér um afar venjulegt þjónustustarf að ræða sem fram fer um borð. Starfið er krefjandi og segja þeir sem því sinna að á meðan á flugi stendur er álag mikið sem felst í að þjóna farþegum, m.a. færa þeim mat og drykk.

Í nærveru sálar á ÍNN 11. mars mun Guðmunda Jónsdóttir sem um þessar mundir á 25 ára starfsafmæli sem flugfreyja leiða áhorfendur inn í allan sannleikan um starfið, kosti þess og ókosti. Meðal þess sem við ræðum um er hvernig gengur að samhæfa vinnu af þessum toga og fjölskyldulíf?
 
Er starfið eins heillandi og margir telja?

Eitt er að heimsækja fjarlægar stórborgir sér til ánægju og yndis en síðan allt annað að staldra rétt sem snöggvast við á flugvöllum og bíða á flughótelum þar til næst vinnutörn hefst.

Farþegar eru eins og gengur eins misjafnir og þeir eru margir. Þeirra þarfir, kröfur og væntingar eru ólíkar og hverjum og einum þarf að sinna af alúð og natni.
Hvernig annast flugfreyjur t.d. um þá farþega sem glíma við alvarlega flughræðslu?

Þetta og margt annað þessu tengt Í nærveru sálar,  mánudaginn 15. mars kl. 21.30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband