Ég samhryggist þér

kirkjumbl0133983.jpgAð vera viðstaddur jarðarför, erfisdrykkju og hitta syrgjendur í eigin persónu skapar mörgum kvíða. Ástæðan er m.a. sú að fólk veit ekki alltaf hvað það á að segja og óttast jafnvel að missa eitthvað klaufalegt út úr sér. Íslensk tunga er að mínu mati óþjál þegar kemur að því að velja orð og setningar undir þessum viðkvæmu kringumstæðum.

Meira um þetta hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég minnist oft sögunnar af danska stúlkubarninu sem hafði ekki hugmynd um hvað stóra fólkið var að muldra við þá nánustu í jarðarförinni. En sú stutta vildi ekki láta sitt eftir liggja og þegar röðin kom að henni mælti hún með hluttekningu: „Til lykke með liget!“

Sigurður Hreiðar, 13.5.2010 kl. 19:58

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

"Ég votta samúð" er það sem ég nota og hefur reynst mér vel við allar kringumstæður.

Marinó G. Njálsson, 14.5.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það gerum við flest fullorðna fólkið

Prófaðu að gerast 14 ára í huganum og ímynda þér að þú sért að fara í jarðarför og sért að hugsa um hvað þú eigir að segja við aðstandendur.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.5.2010 kl. 10:14

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef unnið dálítið með syrgjendum sem meðhjálpari við kirkjuna á Hvammstanga. Það hefur verið mér afar gefandi og þakklátt starf. Hjón sem misstu barn sitt, sögðu að þau væru svo þakklát eftir á að hafa ekki verið látin í friði. Að fólk hafi komið og hitt þau. Sagt eitthvað - faðmalag veitt - bros - spjall - eða bara þögn.

Trúlega er nokkur hætta á því að syrgjendur geti einangrast, sérstaklega eftir útför þess látna. Svo finnst mér að samfélagið sé oft feimið að tala um þann látna.

Stundum tek ég bara í hönd, eða faðma syrgjendur. Orðin geta verið óþörf ef svo ber undir.

Við undirbúning útfarar er að mínu áliti mikilvægt að aðstandendur séu virkir þátttakendur í að ákveða viss formsatriði og svo líka hitt að allir viti hvað á að gera og geti fyllilega treyst þeim sem vinna við útförina í kirkju og garði.

Útför og erfisdrykkja á að vera falleg kveðjustund þar sem við komum saman og syrgjum, en rifjum um leið upp ýmislegt úr ævi þess látna sem minnisstætt og skemmtilegt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.5.2010 kl. 17:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband