Skerpa á ákvæði um jöfnuð í Stjórnarskránni

mbl0181747.jpgSkerpa þarf á ákvæði í stjórnarskránni um jöfnuð í íslensku samfélagi.  Ástandið er slæmt eins og staðan er í dag.

Ójöfnuður virðist vera mjög mikill og bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist ef eitthvað er.

Þessi litla en kraftmikla þjóð á að geta leyst þetta vandamál og það fljótt og vel. Sáttmáli eins og stjórnarskráin þarf að orða þetta skýrt og greinilega.

Endilega takið þátt í umræðu um endurskoðun stjórnarskrár Íslands og stjórnlagaþing hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvað þykir þér um "upp með dalina en niður með fjöllin?" Ertu með hugmyndir um hvernig kraftur hinna fátæku verður best virkjaður? Hvernig minnkum við bilið á milli ríkra og fátækra? Kannski með því að taka frá hinum ríku og gefa hinum fátæku? Þú hljómar eins og vonarneisti fyrir kúgaða og arðrænda alþýðu? Heimur skánandi fer, enginn vafi.

Gústaf Níelsson, 29.10.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Kolbrún mín, þú átt mitt atkvæði.

Gangi þér vel í kjörinu til Stjórnlagaþings.

Eitt langar mig til að nefna, jafna þarf atkvæðavægi íslendinga þannig að atkvæði höfuðborgarbúa vegi jafn mikið til alþingiskosninga eins og atkvæði þeirra sem búa á landsbyggðinni. Þetta er réttlætismál sem höfuðborgarbúar eru hreint ótrúlega sofandi fyrir.

Marta B Helgadóttir, 30.10.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Alveg sammála þessu Marta.

Takk

Kolbrún Baldursdóttir, 30.10.2010 kl. 14:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband