Að standa í biðröð eftir matargjöf er úrelt fyrirkomulag.

Að standa í biðröð eftir matargjöf er úrelt fyrirkomulag. Matarkortarkerfi hlýtur að henta betur.
Reykjavík og höfuðborgarsvæðið hefur einhvern veginn misst af lestinni þegar kemur að hagkvæmni og þróun í þessum málum. Á þetta hafa margir bent. 

Þetta fyrirkomulag sem verið hefur á matargjöfum er úrelt. Landsbyggðin, sumstaðar alla vega, hefur breytt þessu yfir í matarkort. Er nokkuð vit í öðru? Slíkt fyrirkomulag getur varla verið flókið miða við margt annað.

Hjálparsamtök, Fjölskylduhjálp og Mæðrastyrksnefnd hljóta einnig að þurfa að vinna saman, sameinast enda tilgangur og markmið þeirra það sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2011 kl. 23:20

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þegar ég bjó í Ameríku fyrir löngu þá vissi ég af fólk fékk einskonar miða sem þú gast bara tekið viss matvæli s.s. prótein ríkan mat og þessháttar en svo fór ég að stúdera þetta núna þá er þetta eins og kreditkort og alla veganna í sumum ríkjum er ekki skammtað sérstök matvæli og jafnvel þótt persónan sé að vinnan þá getur persóna eða fjölskilda fengið hjálp . Þ.e. tekjutengt. 

Valdimar Samúelsson, 2.1.2011 kl. 01:09

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Telur þú að ekki yrðu biðraðir eftir kortum ef svo sérkennilega vildi til einhver kynni að vilja leggja til kostnað við slíkt fyrirkomulag ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.1.2011 kl. 02:43

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta virkar annars staðar, af hverju ekki hér þá líka. Man einnig eftir þessu í Ameríku þegar ég bjó þar. Fólk getur þá einnig valið meira hvernig matvæli það vill fá. Matarkortin gætu borist fólki í pósti í flestum tilvikum.

Kolbrún Baldursdóttir, 2.1.2011 kl. 09:43

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vissi að eitt fylkið sendi kort heim að tilskildu að þú sýndir kaupmiða og fastan kostnað vegna heimilishalds s.s. afborganir að húsi, bíl og þessháttar. Þetta er ekkert mál og fólk sem ekki uppfyllir þessi skilyrði verður þá að fara á súpustaði.  Eins og þetta er núna er bara molbúaháttur og skortur á hugmyndafræði og samvinnu vilja.

Valdimar Samúelsson, 2.1.2011 kl. 15:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband