Nú er lag að birta jákvæðar fréttir

Svo virðist sem sumir fjölmiðlamenn séu hálf vonsviknir yfir að ekki sprakk allt í háaloft hjá VG í dag á fundinum sem beðið hefur verið eftir.

Það hefði náttúrulega verið feitt fréttaefni. 

Hvort sem það eru VG, sjálfstæðismenn eða framsóknarmenn þá skýtur það skökku við ef í ljós kemur að verið sé að vonast eftir að neikvæðir og erfiðir hlutir gerist til þess að geta birt einhverjar hasarfréttir fyrir blóðþyrsta.

Eru einhverjir sem vonast til að allt fari á versta veg hjá til að geta komið með einhverjar krassandi fréttir?

Það kann að vera gúrkutíð hjá fjölmiðlum núna en þá er einmitt lag að birta og fjalla um jákvæða hluti, skemmtilegar sammannlegar vangaveltur og margt það sem gott fólk er að gera vel og það sem er að ganga vel t.d. í stjórnun landsins og í lífi einstaklinga og hópa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolbrún . Bentu okkur á hvar þessi tæra vinstri Flugfreyjulangavitleysa er að gera eitthvað sem getur gefið von um bjartsýni og blóm í haga hjá okkar ágætu vonandi skynsömu þjóð. Eða þá það glórulausa rugl sem nú er kynnt af Gnarr-Dags samfylkingar vitleysunni um það að ætla að byggja og taka land undir Ísbjarndýragarð í Laugardalnum. Slá ryki í augu landsmanna um að það kosti borgina ekkert ekki neitt. ( Að byggja mannvirki kostar oft ekki mikið en hver á að greiða fyrir reksturinn í áratugi á eftir ) Peningana ekkert mál .áætlað tvöhundruð miljóna verði safnað erlendis EKKERT mál gaman gaman Ísbjörn í Laugardalnum og Dags- Gnarrinn brosir og þakkar sér fyrir einstakt geimveru hugvit og hvað allt verði nú gaman og mikklu léttara að leysa öll hin leiðinlegu málin sem hinir heimsku svokölluðu stjórnmála menn hafa búið til . Væri nú ekki frekar þöra á því að koma einhverjum af þessu liði á bekkinn. Er þetta ekki í samræmi við það sem peninga sérfræðingarnir sögðu okkur og tókst svo auðveldlega að afvegaleiða svo mörg okkar

ggunnar (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 11:06

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það sem ég tel að þjóðin sé vonsvikin yfir er að það er að öllum er ljóst eftir að hafa séð og heyrt til þingmanna VG, að málið er alls ekki afgreitt, þetta er brotinn flokkur, sem sennilega gerir ekkert gagn annað en að verja stjórnina falli. Reyndar er fáum þægð í því.

Kjartan Sigurgeirsson, 6.1.2011 kl. 13:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband