Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni

holdum_saman_gegn_einelti.jpg  heimsíða,
Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni
hefur verið opnuð.

Allir þeir sem hafa með mannaforráð að gera geta nálgast hagnýtar upplýsingar um t.d. helstu grunnatriði viðbragðsáætlunar ef upp koma eineltismál eða kvörtun um kynferðislegt áreiti á vinnustað, í skóla eða í íþrótta-, æskulýðs- og félagsmiðstöðvum.

Um er að ræða hráefni sem sérhver stofnun getur nýtt til að hanna og þróa sína eigin viðbragðsáætlun sem hentar viðkomandi stofnun.

Einnig er á síðunni forvarnarfræðsla, upplýsingar um algengar birtingamyndir eineltis og kynferðislegs áreitis sem gagnast getur stjórnendum, nemendum, foreldrum, starfsmönnum, kennurum, þolendum og gerendum eineltis.

Ástæða fyrir stofnun heimasíðunnar www.kolbrunbaldurs.is. er að það virðist vera mikill áhugi i samfélaginu að taka þessi mál fastari tökum. Þess vegna langar mig að miðla hagnýtri þekkingu sem ég hef aflað mér um þennan málaflokk s.l. 20 ár til þeirra sem geta nýtt hana með einhverjum hætti.

 Í þínum sporum

Í þínum sporum

Í skugga eineltis
Enn einn dagur að kveldi,
einmana sorgbitin sál.
Vonlaus, vesæl ligg undir feldi,
vafra um hugans sárustu mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Frábært framtak!

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.10.2011 kl. 07:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband