Sálfræðilegur prófíll höfundar nafnlausa bréfsins.

Nú er málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins,  Aðalsteinn held ég að hann heiti að reyna að greina sálfræðilegan prófíl höfundar nafnlausa bréfsins. Áhugavert. Sem sálfræðingur freistast maður til að taka þátt í þessu. Ég held að fleiri en einn og fleiri en tveir séu höfundar af þessu bréfi. Klárlega hafa einhverjir lesið það yfir áður en það var sent. Nema hvað, nafnlaus bréf eru óþolandi. Þau sýna einmitt að viðkomandi er huglaus eins og bréfsendarinn segir sjálfur.  Hvort sem það er einhver einn eða tveir sem eru ábyrgir fyrir skrifunum þá skora ég á hann eða þá að gefa sig fram.  

Varðandi þennan málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins,  þá hvíslaði einhver að mér að hann hefði sagt til um það  hvernig „Breiðavík“ ætti að beygjast. Samkvæmt því sem hann segir er nafnið Breiðavík ekki dregið af því að víkin sé breið heldur dregið af orðinu „breiða“ og ætti því að beygjast Breiðavík um Breiðavík í stað Breiðavík um Breiðuvík.
Ég er persónulega enn í miklum vafa  þótt ég sé engin sérfræðingur á þessu sviði. Finnst sem Breiðavík hljóti að draga nafnið að víkinni breiðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolbrún.

Mér finnst það tíðindum sæta að fjölmiðlar skuli vera farnir að fjalla um þetta nafnlausa bréf. Sem gamall blaðamaður veit ég að ritstjórnir fá oft og einatt nafnlaus bréf inn á borð til sín um hvað eina sem til umfjöllunar er. Það hefur hingað til verið þegjandi samkomulag um að taka slík bréf ekki alvarlega, hversu vel stíluð sem þau kunna að vera. Ég er því mjög hugsi yfir því hvernig þetta bréf er meðhöndlað, verð að segja alveg eins og er.

Svo er það blessuð Breiðavíkin - mig minnir að það hafi alltaf verið talað um Breiðuvík þegar ég var í sveit í Barðastrandasýslunni. Hinsvegar verður því ekki á móti mælt að það eru ýmis dæmi um forliðinn "breiða" í  örnefnum, t.d. að Breiðadalsheiði frá Breiðadalsheiði.

Kannski maður láti verða af því að rannsaka þetta aðeins betur.Óákveðinn

 Kveðja, Ólína.

Ólína Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:26

2 identicon

Þarna er víst fjallið Breiður, nafn í karlkyni, og nafn víkurinnar dregið af heiti þessa fjalls. Þar af leiðandi Breiðavík, hvort sem ráðunauturinn gerir sig breiðan eður ei.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Mér hefur alltaf fundist það fráleitt að senda eða taka mark á bréfum sem eru nafnlaus.  Enda tel ég að hver sá sem skrifar eigi að vera stoltur af skrifum sínum hver svo sem þau eru.  Það er alveg ljóst að það eru ekki allir alltaf sammála skoðunum manns en sem betur fer getur fólk yfirleitt rætt saman þó það væri ekki nema til þess að vera sammála um að vera ósammála.

Óttarr Makuch, 26.2.2007 kl. 22:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband