14 mánađa biđlisti á Bugl

Ég er alveg miđur mín eftir samtal viđ Bugl. Ţar er nú ungur skjólstćđingur minn á biđlista og var mér tjáđ ađ 14 mánađa biđ vćri eftir ţví ađ hann kćmist ađ og ţá eru viđ ekki ađ tala um innlögn heldur bara viđtal hjá geđlćkni. Tíminn vinnur ekki međ ţessu barni sem vegna kvíđa getur ekki stundađ skóla ađ heitiđ geti. Hvađ eiga foreldrar ađ gera? Ef eitthvađ er ţá er ţetta ađ versna ţví Miđstöđ heilsuverndar barna átti ađ taka kúfinn af Bugl. Ţađ hefur ekki gerst. Margir foreldrar leita ađ lokum til heimilislćkna sinna ţví ţađ er heldur ekki hćgt ađ komast ađ hjá barnageđlćkni á stofu.  Viđ vandann bćtist ađ ţjónusta sálfrćđinga er ekki niđurgreidd af Tryggingarstofnun eins og viđtal hjá geđlćknum. Á međan stéttum er mismunađ međ ţessum hćtti hafa margir ekki í nein hús ađ vernda. Ekki er hćgt ađ komast ađ hjá geđlćkni og sálfrćđiţjónusta er bara fyrir ţá efnameiri.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ţór Jónsson

Sćl Kolbrún.

Hef mikiđ reynt ađ fá í gang umrćđu um stöđu barna og unglinga sem ţurfa á ţjónustu BUGL ađ halda.  Ég vona innilega ađ húsnćđisvandi BUGL verđi eini vandinn, ţví miđur hefur mér fundist ekki síđur vandi liggja í ţví ađ erfitt sé ađ fá fagfólk til starfa.

Viđ ţurfum klárlega ađ koma ţessari umrćđu í gang!

Magnús Ţór Jónsson, 26.2.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ég verđ alltaf svo reiđ ţegar ég sá forgangsröđ stjórnvalda.  Ţađ er eins og ţađ sem er mest um vert gleymist.  Meira hugsađ um glans og gyllingu.  Ég segi sama og Magnús Ţór hér ađ ofan.  Var ekki veriđ ađ taka fyrstu skóflustungu um daginn.  Sú skóflustunga hefđi mátt vera 10 árum fyrr á ferđinni.  Gangi ţér vel vina mín.  Ţađ er sárt ađ horfa upp á fólk sem mađur ber fyrir brjósti, vera einhversstađar afgangs stćrđ í okkar annars ríka ţjóđfélagi.  Ţađ er nefnilega pláss fyrir okkur öll.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.2.2007 kl. 11:09

3 identicon

Hverjir hafa veriđ viđ stjórn undanfarin ár?

Hvađ veldur ţví ađ ástandiđ er svona?

Halli frćndi! Viđ rćđum ţetta í nćstu fermingarveislu :) 

Jónína Ingibjörg (IP-tala skráđ) 26.2.2007 kl. 12:04

4 identicon

Það er mikil skömm að þessu öllu saman!

Steini Briem (IP-tala skráđ) 26.2.2007 kl. 18:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband