Hvað er DRG?

Ég hlustaði á áhugaverðan fyrirlestur á Rótarýfundi í Rótarýklúbbnum mínum Reykjavík-Asturbæ í hádeginu í dag. Þar talaði Margrét Hallgrímsson sviðstjóri á Kvennasviði LSH um sín störf og rekstur sviðsins.  Kvennasviðið er DRG fjármagnað sem þýðir að greiðslukerfið er byggt á framleiðslu. Ákveðinn DRG flokkur gefur fasta fjárupphæð og í sama DRG flokk lenda sjúkdómsgreiningar sem kosta u.þ.b. jafn mikið. Stjórnendur DRG fá upplýsingar um tekjur og útgjöld í einum pakka, sjá hvaða einstaka sjúklingahópar kosta, sjá á einfaldan og skýran hátt hvaða þjónusta er veitt og hvað hún kostar og sjá auðveldar sveiflur á ársgrunni.
Föst fjármögnun er hins vegar við lýði alls staðar annars staðar á LSH. Þjónustueining með fasta fjármögnun fær fjárheimild án tillits til framleiðslu. Stjórnendur fá upplýsingar úr mörgum kerfum aðallega kostnaðarliði. Þeir sjá þegar kostnaður eykst en þó aðallega vegna aukins launakostnaðar. Stjórnendur eiga þannig erfitt með að bera starfsemina saman við aðrar samskonar einingar og eiga jafnframt bágt með að aðgreina hvað einstaka sjúklingahópar kosta.

Maður skyldi ætla, samkvæmt þessu, að DRG væri það form sem LSH myndi vilja taka upp fyrir öll sín svið.  Þess vegna kom það mér á óvart að heyra Margréti segja að Sviðið hefur þurft að berjast fyrir að fá að hafa þetta rekstrarform en ekki fasta fjármögnun. Hvernig getur heilbrigðisráðuneytið ekki viljað viðhafa rekstrarform sem skilar hagræðingu heldur frekar ríghalda í form sem löngu er búið að sýna ótal vankanta?Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er nu ekki alveg að skylja þetta/er þetta bara fyrir lengra komna/Kveðja /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.3.2007 kl. 23:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband