Sorgleg niðurstaða í Hafnarfiði

Hvað verður nú? Halda þeir í Sól í straumi að allt verði nú bara eins og áður um aldur og ævi?
Ekki líklegt.
Ég ásamt örugglega mörgum öðrum setjum nú stórt spurningarmerki hvort rétta leiðin til að taka ákvarðanir sem þessar sé með íbúakosningu. Ég er jafnframt á því að málið um stækkun eða ekki stækkun álversins sé ekkert einkamál Hafnfirðinga.
Rétt er að líklega verða engar stórbreytingar hvað álverið varðar á morgun, næsta ár eða kannski allra næstu árin. En eins og Rannveig Rist sagði þá rennur raforkusamningurinn út eftir 6 ár. Verksmiðjan stenst auk þess ekki lengur samkeppni og hver vill reka verksmiðju sem ekki stenst samkeppni. Stærsta sorgin við þessa niðurstöðu er að ekki er hægt að flytja verksmiðjuna. Hvað verður um allar þessar byggingar, kerin og önnur tæki og tól sem ekki er hægt að skutla á pallbíl og flytja eitthvert annað.  Þarna fara miklir fjármunir í súginn. Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Kolbrún.

Glanni (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 12:50

2 identicon

Var sem sagt rangt að leyfa íbúum að kjósa fyrst þeir samþykktu ekki stækkunina? Ekki vantar rökfimina.

Már Högnason (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 13:22

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þegar svona mjótt er á mununum þá eru jafnmargir sem urðu fyrir vonbrigðum og sem fögnuðu. Að setja fyrirtæki sem þetta í svona stöðu er stór spurning. Auðvitað verða allir að virða niðurstöðuna. Um það fjallar þetta mál ekki. Ákvörðunin hefði átt að vera tekin með öðrum hætti en  t.d. með kosningu sem allir landsmenn hefðu fengið að taka þátt í. Hefði það ekki verið nær Már?

Kolbrún Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 13:40

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er sammála með það Kolbrún að við hefðum öll átt að taka þátt í að kjósa um þetta, því þetta varðar okkur öll, hvort sem um er að ræða gróða sem gæti komið í kjölfarið eða alla þá verðbólgu og annað sem Seðlabankastjóri var búinn að vara okkur við. Ég er ekki í aðstöðu til að taka á móti meiri verðbólgu og þyrfti að hætta námi og alles til að díla við það. En svo veit enginn hvernig hefði farið ef við hefðum fengið álver, það veit enginn í raun nema það hefði komið ..... er ekki nokkuð til í því ?

Inga Lára Helgadóttir, 1.4.2007 kl. 14:24

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er ég ekki sammála þer Kolbrun,þetta er verið að kjosa um skipulagsmál Hafnafjarðar að mestu leiti/T.D. þessi kostning um árið um flugvöllin var ekki trúverðug veggna þessa að skifti alla þjonina og hefði hún öll Landsbyggðin átt að kjósa/en eg er hlintur svona kostningum,til þess kjörnir fullruar eru oft ekki í aðstöðu til að gera þarna rett/Kveðja Halli  gamli

Haraldur Haraldsson, 1.4.2007 kl. 14:27

6 Smámynd: Hafliði

Mjög góður punktur hjá þér. Hafnfirðingar fengu í gær að kjósa um veskið mitt og mín atvinnutækifæri í framtíðinni. Ákveðið var að hægja á framþróun og hagsæld og stíga aðeins á bremsuna. Ég virði þá ákvörðun en er samt spurn af hverju ég fékk ekkert um málið að segja.

Hafliði, 1.4.2007 kl. 17:46

7 identicon

Ég legg til að við sendum nefnd til Sviss, þar sem íbúakosning á langan aldur.

Veljum svo það besta úr þeirra reglum, og íslenskum þær svolítið.

Þetta hlýtur að gefast vel þar, úr því það er ennþá við lýði.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 18:31

8 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Það er slæmt að kjósa um svona mál þegar engin hefð er fyrir þeim. Staða þjóðfélagsins er mjög góð og þegar kosið er um peninga og tilfinningar, þá vinna tilfinningarnar...

Kolbrún, þú spurðir, hvað verður um þessar byggingar... Þegar stórt er spurt verður fátt um svör... Því byggingarnar eru úr sér gengnar... og ef það á að laga þær, þá þarf að loka pleisinu og senda staffið heim á meðan

Hallgrímur Egilsson, 1.4.2007 kl. 20:06

9 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Voðalegar bölsýnisspár eru þetta. Það er nú alveg þess virði að benda líka á að það þensluástand sem hefur skapast vegna stóriðjustefnunnar skaðar tækifæri sprotafyrirtækja til að fjármagna sig og þar með hægist á nýliðun og framþróun í atvinnusköpun. Þenslan hefur nefnilega bein áhrif á það hvernig hægt er að ávaxta peninga og við hvaða áhættu. Hugsanlega lagast það ástand á næstunni. Sem er gott.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 2.4.2007 kl. 00:16

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg samála þér í þessu máli.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2007 kl. 09:39

11 identicon

Heil og sæl, Kolbrún og aðrir skrifarar !

Hvaða helvítis væll er þetta, Kolbrún mín ? Þurfa ekki okkar börn og barnabörn að hafa einhverja möguleika, til að vinna úr; síðar á öldinni ?

Mér leiðist þessi síngirni og kvein ofgnóttarsamfélags okkar, Plasma sjónvörp; upp á hundruð þúsunda króna, í annarri hverri vistarveru, og svo 5 - 10 - 15 milljóna króna jeppar, í hlaði. Hvers lags helvítis heimtufrekja er þetta, nú til dags ? Það var annað uppi á teningnum, þá ég ólst upp á Stokkseyri, 1961 - 1971; nýtni og nægjusemi í hávegum hafðar, og samt komst fólk ágætlega af.

Veit, að ég muni hneyksla marga, þegar ég upplýsi ykkur um það, að ég læt nægja lampasjónvarpstæki, frá árinu 1999, í stofu minni. Fjandans nóg með það. Íslendingar kapítalismans eiga verulega bágt, vonandi eiga þeir, hvað verst líður von einhverrar sáluhjálpar, ef ekki þessa heims, þá hins.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 12:03

12 identicon

Eru samkeppnis-álver úti í heimi öll að stækka upp fyrir 500.000 tonn? Ef tækin eru svona gömul og úr sér gengin: Kaupið þá ný tæki!!!! Fyrirtæki gera það á hverjum degi án þess að auka framleiðslugetu um nokkurhundruðprósent.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband