Réttindi skilnaðarbarna. 10 boðorð

Réttindi skilnaðarbarna

1. Að barnið sé vel búið undir áhrif og afleiðingar skilnaðar og foreldrar ræði opinskátt við barnið, hvað skilnaður felur í sér

2. Að barnið fái að vita að það eigi ekki neina "sök" á skilnaðinum

3. Að barnið fái útskýringar á skilnaðinum og - ef mögulegt er - skilning á því að skilnaður foreldranna sé hugsanleg lausn á vanda þeirra

4. Að barnið sé ekki látið ráða, hvort foreldranna fari með forsjá þess

5. Að barnið geti helst verið áfram í sínu umhverfi. Að það þurfi ekki að skipta um leik.- eða grunnskóla og verði öllu jafnan fyrir sem minnstri röskun

6. Að þörfum barnsins fyrir umgengni við það foreldri sem ekki hefur forsjá sé uppfyllt og að barnið fái í auknum mæli, samhliða auknum þroska, að vera með í ákvarðanatöku varðandi umgengni

7. Að barninu sé tryggð umgengni við fjölskyldur beggja foreldra, ekki síst afa og ömmur

8. Að foreldrar hlífi barninu við eigin vandamálum og að barnið þurfi ekki að hlusta á illt umtal um hitt foreldrið

9. Að barnið sé ekki meðhöndlað sem fullorðið og taki á sig hjálparhlutverk gagnvart foreldri

10. Að foreldrar hugsi hvort barnið sé tilbúið ætli þeir að stofna nýja fjölskyldu. Að foreldrar gæti í það minnsta að undirbúa barnið vel ef breytingar á heimilishögum þess standa fyrir dyrum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband