Er borgarráđ "dauđadeild"?

Fyrsti fundur minn í borgarstjórn hefur nú stađiđ á áttundu klukkustund og enn er nokkuđ eftir af málum. Ég hef tekiđ nokkrum sinnum til máls undir ýmsum liđum og hef einnig mótmćlt dónalegri framkomu eins borgarfulltrúa og ómálaefnalegri umfjöllun ţessa sama borgarfulltrúa. Ég hef flutt tillögu sem fjallar um ţađ ađ fela óháđum ađila ađ gera rekstrarúttekt á Félagsbústöđum (sjá tillögu í heild sinni hér neđar).

Tillagan fékk góđan stuđning frá hinum stjórnarandstöđuflokkunum en meirihlutinn ákvađ ađ vísa tillögunni til borgarráđs. Hvađ um hana verđur er spurning en eftir ţví sem ég skil er afar algengtađ ţar sofni tillögur stjórnarandstöđu svefninum langa. Mér er nú ađ verđa ţađ ljóst ađ sennilega bíđur ţessi málsmeđferđ flestra tillagna stjórnarandstöđunnar sem lagđar eru fram í borgarstjórn. Í borgarráđi hef ég ekki atkvćđarétt en hef tillögurétt og rétt til ađ tjá mig.

mynd frá eyjan.is

Borgarstjórn
19. júní 2018

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um rekstrarúttekt á Félagsbústöđum
Borgarstjórn samţykkir ađ fela óháđum ađila ađ gera rekstrarúttekt á
Félagsbústöđum. Einnig úttekt á öryggi leigutaka og formi leigusamninga međ tilliti til stöđu
leigutaka. Úttektin skal liggja fyrir eigi síđar en á fyrsta borgarstjórnarfundi í september.

Greinargerđ:
Leiguverđ á íbúđum Félagsbústađa hefur í einhverjum tilfellum veriđ ađ hćkka og er ađ sliga
marga leigjendur. Einnig hafa fjölmargar ábendingar og kvartanir borist um ađ húsnćđi á
vegum Félagsbústađa sé ekki haldiđ viđ sem skyldi.
Óskađ er eftir úttekt á rekstri félagsins, ţar sem fariđ er yfir launamál stjórnenda ţess,
stjórnarhćtti og hlutverk fyrirtćkisins m.a. í ljósi misvísandi upplýsinga um annars vegar
hagnađ og hins vegar ríka fjárţörf. Ţađ er ýmislegt sem orkar tvímćlis ţegar rýnt er í rekstur
félagsins en ţađ skal ekki rekiđ í ágóđaskyni. Í ljósi ţess er athyglivert ađ Félagsbústađir hafi
sýnt svo mikinn hagnađ á liđnu ári. Óskađ er eftir ađ svarađ verđi spurningum um ţađ hvernig
hinn mikli hagnađur félagsins er myndađur og hvernig ţessir liđir eru fćrđir í bókhaldi
félagsins.
Í úttektinni ţarf m.a. ađ svara hvernig vinnubrögđ eru viđhöfđ viđ endurmat eigna og fćrslu
bókhalds í ţví sambandi. Er núverandi rekstrarform sem best til ađ ţjóna hagsmunum
notenda?
mynd frá eyjan.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband