Ég er ekki komin í borgina til ađ láta fara vel um mig í ţćgilegum stól og hafa ţađ huggulegt

Mér finnst áhugavert ađ lesa og heyra alls kyns skýringar bćđi sérfrćđinga og annarra á ţví sem gengiđ hefur á í borginni í vikunni. Sumar finnst mér alls ekki passa viđ ţađ sem ég, sem borgarfulltrúi hef veriđ ađ upplifa síđustu daga og í sumar.

Varđandi ţessi mál í vikunni höfum viđ í D M og F einfaldlega veriđ ađ bregđast viđ atferli og hegđun sem viđ erum ekki tilbúin ađ láta bjóđa okkur og sem ég held ađ fćstir vildu láta bjóđa sér. 

Í sumar hef ég nokkrum sinnum talađ beint viđ meirihlutann um ađ vinna saman, vera meira saman í málum og á síđasta Velferđarráđsfundi stakk ég upp á ađ viđ stćđum saman ađ tillögu sem viđ vorum hvort eđa er sammála um. 

Svo ég tali bara út frá sjálfri mér ţá er ég ţarna komin til ađ reyna ađ hafa áhrif til breytinga á ţví sem mér og Flokki fólksins finnst brýnt ađ breyta í borginni. Ég er ekki komin ţarna til ađ hafa ţađ huggulegt, fara í inniskóna og láta fara vel um mig í ţćgilegum stól. 

Síđustu árin hefur mér og fjölmörgum öđrum blöskrađ ađgerđarleysi meirihlutans m.a. í málefnum er varđa húsnćđismál og biđlista. Enda ţótt margt hafi veriđ gert gott er einfaldleg líka mikiđ ađ sem viđ sem nú skipum meiri- og minnihluta verđum ađ laga. 

Ég hef veriđ međ fjölmargar tillögur ađ úrbótum, margar unnar í samráđi viđ borgarbúa og ég vil einfaldlega ađ ţessar tillögur fái alvöru hlustun og skođun hjá meirihlutanum og ađ einhverjar verđi jafnvel ađ veruleika međ eđa án einhverra breytinga sem ég skil ađ stundum ţurfi vissulega ađ gera á tillögum.

Meirihlutinn hefur völdin og hefur ţess vegna allt í hendi sér hvađa tillögur okkar í stjórnarandstöđunni fá framgang og hvađa tillögum er ýtt út af borđinu.

Ein af mínum tillögum á síđasta borgaráđsfundi var einmitt um  samstarf og samvinnu til ađ hlutirnir gangi hrađar fyrir sig.  Mig langar bara virkilega ađ hjólin fari ađ snúast varđandi ţađ sem brýnt er ađ bćta og breyta.

Hér koma tvćr tillögur Flokks fólksins sem alls lagđi fram sjö tillögur í borgarráđ 16. ágúst. Ţessar varđa samstarf, samvinnu og skilvirkni.:

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ađ stýrihópur um ţjónustustefnu á velferđarsviđi hafi samráđ viđ önnur sviđ sem máliđ varđar 

Lögđ er til aukin og ţéttari samvinna og samstarf milli sviđa. Nýlega var stofnađur stýrihópur sem hefur ţađ markmiđ ađ móta heildstćđa stefnu um ţjónustu sem velferđarsviđ veitir ţeim hópi sem vegna veikinda eđa annarra orsaka ţarfnast fjölţćttrar ađstođar, ţ. á m. ţaks yfir höfuđiđ. Fjölmargir einstaklingar hafa lengi veriđ í húsnćđisvanda og enn öđrum bíđur gatan eđa vergangur nćstu mánuđi. Á ţessu ţarf ađ finna lausn hiđ fyrsta. Í stýrihópinn hefur nú ţegar veriđ vísađ tillögum ađ húsnćđisúrrćđum sem kalla á lóđarstađsetningu eđa ákvörđun um ađ kaupa íbúđir/eignir. Ţađ er ţess vegna lagt til ađ strax frá upphafi komi til náins samstarfs og samvinnu viđ ţau sviđ sem nauđsynlega ţurfa ađ koma ađ ţessum málum svo sem skrifstofu eigna og atvinnuţróunar sem annast kaup á sértćku húsnćđi og átaksverkefnum og umhverfis- og skipulagssviđ sem útvegar lóđir og sér um skipulag (smáhýsi, búsetukjarnar). 

Takist viđkomandi sviđum ađ vinna ađ lausn húsnćđisvandans í Reykjavík í sameiningu má gera ţví skóna ađ framkvćmdir taki skemmri tíma en ella.

Og önnur um meiri skilvirkni en ađ mínu viti ganga hlutirnir oft allt of hćgt í borginni

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins er varđar málsmeđferđ, fyrirkomulag mála og fleira ţví tengt

1. Lagt er til ađ öllum erindum frá borgarbúum sem berast sviđum, ráđum, borgarfulltrúum og starfsmönnum Ráđhússins verđi svarađ innan 14 daga, ýmist međ stuttu svari um móttöku eđa efnislega. Í svari um ađ skeytiđ hefur veriđ móttekiđ komi fram ađ efnislegt svar berist eins fljótt og auđiđ er. 

2. Lagt er til ađ fyrirspurnum sem borgarfulltrúar leggja fram á fundum ráđa eđa nefnda sé svarađ innan 20 daga

3. Lagt er til ađ mál (tillögur) borgarfulltrúa séu afgreidd innan mánađar frá ţví ađ máliđ er lagt fram og komi ţá aftur á dagskrá. 4. 

Lagt er til ađ skrifstofa borgarstjórnar haldi yfirlit yfir mál eftir ţví hverjir eru málshefjendur ţeirra til ađ auka gagnsći og rakningu mála. Um er ađ rćđa yfirlit yfir tillögur, fyrirspurnir og önnur mál sem borgarfulltrúar leggja fram í borgarráđi, borgarstjórn eđa á nefndarfundum. Í yfirlitinu skal tiltekiđ á hvađa stigi máliđ er eđa hvernig afgreiđslu ţađ hefur fengiđ. Yfirlitiđ skal uppfćrt mánađarlega og birt á heimasíđum borgarfulltrúa á ytri vef borgarinnar.

Flest önnur mál Flokks fólksins sem lögđ hafa veriđ fram í sumar má finna á kolbrunbaldurs.is

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband