Á ekki ađ standa viđ gefiđ loforđ?

Ég hef vakiđ athygli á ţví ađ Reykjavíkurborg hafi ekki ennţá endurgreitt öllum leigjendum Brynju, hússjóđs Öryrkjabandalagsins, sérstakar húsaleigubćtur, afturvirkt međ dráttarvöxtum, líkt og samţykkt var í borgarráđi ţann 3. maí síđastliđinn í kjölfar úrskurđar Hćstaréttar.

Áriđ 2015 höfđađi einn leigjandi Brynju hússjóđs mál gegn Reykjavíkurborg ţar sem honum hafđi veriđ synjuđ umsókn um sérstakar húsaleigubćtur á ţeim forsendum ađ hann leigđi húsnćđi hjá hússjóđi Öryrkjabandalagsins, en ekki hjá Félagsbústöđum eđa á almennum markađi. Höfđađi hann mál gegn Reykjavíkurborg á ţeim forsendum ađ óheimilt vćri ađ mismuna borgurum eftir búsetu.

 

Hérađsdómur Reykjavíkur tók kröfu leigjandans til greina og  var synjun Reykjavíkurborgar felld úr gildi, ţann 17. apríl 2015. Dómstóllinn komst međal annars ađ ţeirri niđurstöđu ađ Reykjavíkurborg hefđi međ ólögmćtum hćtti takmarkađ óhóflega og međ ómálefnalegum hćtti skyldubundiđ mat sitt á ađstćđum fólks. Síđar fór máliđ fyrir Hćstarétt hvar niđurstađan var stađfest.

 

Reykjavíkurborg fól velferđarsviđi borgarinnar ađ afgreiđa kröfurnar, til allra leigjenda Brynju hússjóđs, án tillits til ţess hvort ţau áttu umsókn inni eđa ekki. Einnig var samţykkt ađ greiđa dráttarvexti af öllum kröfum, aftur í tímann, án tillits hvort gerđ hafđi veriđ krafa um dráttarvexti eđa ekki. 

Óljós svör leiđa til kvíđa

Nú er ekki vita hvar máliđ standi innan velferđarsviđs Reykjavíkurborgar, en veit ţó til ţess ađ margir leigjendur hafi enn ekki fengiđ neina endurgreiđslu, ţó svo komnir séu rúmir fjórir mánuđir frá ákvörđun borgaryfirvalda um endurgreiđslurnar:

Ţeir leigjendur sem leitađ hafa til mín segja svör borgarinnar afar óljós og jafnvel séu engin svör veitt. Ég veit ekkert hversu margir hafa fengiđ endurgreitt, ef einhverjir, en ţetta eru eitthvađ um 460 manns. Ţessi ákvörđun var tekin rétt fyrir kosningar og glöddust ţá margir, en nú fjórum mánuđum síđar eru leigjendur orđnir óţreyjufullir og jafnvel kvíđnir yfir ţví ađ ţetta sé ekkert ađ koma, ţví ţetta er auđvitađ baráttumál til 10 ára,“

Ég hyggst taka máliđ upp á borgarráđsfundi á fimmtudag. 

Bókun borgarráđs frá 3. maí er eftirfarandi:

Međ dómi Hćstaréttar í máli nr. 728/2015 komst Hćstiréttur ađ ţeirri niđurstöđu ađ Reykjavíkurborg hefđi veriđ óheimilt ađ synja umsćkjenda um sérstakar húsaleigubćtur á ţeim forsendum ađ hann leigđi íbúđ af Brynju, hússjóđi Öryrkjabandalagsins. Á grundvelli ţessa dóms hefur nú ţegar veriđ gengiđ frá greiđslum til allra ţeirra sem eru í samskonar ađstćđum og umrćddur dómur tekur til og uppfylla kröfur um greiđslur sérstakra húsaleigubóta ađ öđru leyti. Dómurinn tekur hins vegar ekki á ţví álitaefni hvort leigjendur Brynju, hússjóđs ÖBÍ, sem ekki höfđu lagt inn umsókn, ćttu rétt til sérstakra húsaleigubóta. Ţví er lagt til ađ borgarráđ samţykki ađ fela velferđarsviđi Reykjavíkurborgar ađ afgreiđa kröfur um greiđslu sérstakra húsaleigubóta frá leigjendum Brynju, hússjóđs ÖBÍ, án tillits til ţess hvort ađ umsókn hafi legiđ fyrir, sbr. nánari umfjöllun í međfylgjandi minnisblađi. Ţá er einnig lagt til ađ velferđarsviđ Reykjavíkurborgar greiđi dráttarvexti til ţeirra sem eiga rétt á greiđslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án ţess ađ gerđ sé sérstök krafa um ţađ. Jafnframt er lagt til ađ velferđarsviđ leiti liđsinnis Öryrkjabandalagsins viđ ađ vekja athygli ţeirra einstaklinga sem hugsanlega eiga rétt til greiđslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann í samrćmi viđ tillögu ţessa. R17080174

Samţykkt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband