Vil að kosið verði um borgarlínu sérstaklega

Það er ljóst að borgarmeirihlutinn ætlar að hefja á uppbyggingu borgarlínu þrátt fyrir að mörg óleyst önnur brýn verkefni sem varðar grunnþarfir borgarbúa hafa ekki verið leyst. Er ekki nær að byrja á fæði, klæði og húsnæði fyrir alla áður en ráðist er í slíkt mannvirki sem borgarlína er. Að koma þaki yfir höfuð allra í Reykjavík, að eyða biðlistum svo börn fái þá þjónustu sem þau þurfa. Að setja þarfir borgarbúa í fyrsta sæti. Fólkið fyrst!

Í tillögu borgarmeirihlutans sem nú hefur verið lögð fram í borgarstjórn er ekki stafkrókur um kostnað, skiptingu hans milli ríkis og borgar og hlutfall annarra sveitarfélaga í þessari risaframkvæmd. Og enn skal þenja báknið með ráðningu verkefnastjóra, nokkurra.

Það er virðingarvert að ætla að efla almenningssamgöngur í borginni en Flokkur fólksins vill  vita hvar á að taka þessa. En hvað segja borgarbúar? Vita þeir allir út á hvað þetta verkefni gengur, hvernig það muni koma við pyngju þeirra og hvaða áhrif það kann að hafa á aðra þjónustu í borginni?

Áður en ráðist verður í þetta verkefni er það lágmarksvirðing við borgarbúa að þeir verði upplýstir af óháðum aðilum um hvert einasta smáatriði þessu tengdu og í kjölfarið gefist þeim kostur á að kjósa um hvort hefjast eigi handa við þetta verkefni í samræmi við tillögu borgarmeirihlutans. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband