Dýraníđ ZERO TOLERANCE!!!!

Ţađ er fátt sem veldur mér eins miklum viđbjóđi og andlegri vanlíđan og dýraníđ. Ég get ekki horft á myndir af slíku en bregđi fyrir frétt af dýraníđi er dagurinn ónýtur hjá mér og oftast nćr nóttin á eftir líka. Ég verđ algerlega miđur mín, fyllist brjálađri reiđi, fer ađ gráta, mér verđur óglatt, get ekki um annađ hugsađ en get ekkert gert í stöđunni. Ég spyr mig stöđugt hvers konar mannvera getur gert svona? Hver hefur ţađ í sér ađ pynta sér til gamans ómálga, varnarlausar lífverur sem eiga allt undir okkur mannskepnunni? Um orsakir? Ţađ eitt tel ég víst ađ sá fullorđinn einstaklingur sem ţetta gerir er ýmist alvarlega andlega sjúkur eđa illur nema hvort tveggja sé. Ţeir sem gera svona af barnaskap, í fíflagangi eđa af ţví ţeir eru áhrifagjarnir eiga eftir ađ líđa illa ţegar ţeir hafa fengiđ ögn meiri ţroska. Sé um ađ rćđa börn má telja víst ađ ţeim líđur hrćđilega illa međ sjálfa sig af einhverjum orsökum, innri og/eđa ytri. Ég hef margsinnis hitt fólk sem gerđi svona lagađ á yngri árum og gćfi mikiđ til ađ hafa ekki gert ţetta ţví samviskan er ađ drepa ţađ. Minningin um svona viđbjóđslegar gjörđir elta jafnvel alveg fram á grafarbakkann. Viđ verđum ađ reyna ađ gera allt til ađ sporna viđ svona löguđu. Ef viđ höfum einhvern grunađan eđa verđum vitni af svona löguđu ţá ađ reyna ađ ná til hans, rćđa viđ hann, fá ađstođ fyrir hann, vakta hann..., láta Matvćlastofnun eđa lögreglu vita. ZERO TOLERANCE!!!!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband