Fokiđ í flest skjól í borginni

Ţađ er nú fokiđ í flest skjól ţegar meirihlutinn getur ekki samţykkt tillögu Flokks fólksins ađ Reykjavíkurborg hafi notendasamráđ í öllum sínum verkefnum og ákvörđunum sem varđa hag og hagsmuni einstakra hópa segir í bókun sem lögđ var fram á fundi borgarstjórnar í nótt.

Einnig segir í bókuninni:

Látiđ er ađ ţví liggja ađ notendasamráđ sé í fullri virkni enda nefnt 9 sinnum í sáttmála meirihlutans. Meirihlutinn getur ekki samţykkt sína eigin stefnu? Borgarfulltrúi Flokks fólksins hélt í barnaskap sínum ađ ţessi tillaga, ef einhver, myndi vera fagnađ af meirihlutanum enda mikilvćgt ađ skerpa á svo mikilvćgum hlut sem notendasamráđ er. Notendasamráđ er sannarlega í orđi en stađreyndin er ađ ţađ er enn sem komiđ er, ekki nema ađ hluta til á borđi. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill nefna nýlegar upplýsingar frá notendum ţjónustu sem segja ađ áherslur notenda nái oft illa fram ađ ganga og ađ enn skorti á raunverulegt samráđ ţótt vissulega sé ţađ stundum viđhaft á einhverju stigi máls. Hér hefđi veriđ kjöriđ tćkifćri fyrir meiri- og minnihlutann ađ sameinast um enn frekari skuldbindingu ţess efnis ađ Reykjavíkurborg hefđi notendasamráđ í öllum sínum verkefnum og ákvörđunum sem varđa hagsmuni og hag hópa og almennings.

Hér er tillagan í heild sinni

Lagt er til ađ Reykjavíkurborg hafi notendasamráđ í öllum sínum verkefnum og ákvörđunum sem varđa hag og hagsmuni einstakra hópa og almennings.

Notendasamráđ er skilgreint sem ađferđ ţar sem notandi kemur ađ mótun sinnar eigin ţjónustu í samráđi viđ ţjónustuađila og byggir á valdeflingu og ţátttöku  notenda. Nú ţegar er ţetta í starfsáćtlunum velferđarsviđs Reykjavíkurborgar og er mjög mikilvćgt ađ haldiđ verđi áfram ađ auka vćgi hlutdeildar notenda á öllum sviđum borgarinnar. Notendasamráđ á rćtur sínar ađ rekja til aukinnar áherslu á félagslegt réttlćti og mannréttindi. Notendasamráđ styrkir vald og ţátttöku notenda.
„Notendasamráđ“ hefur vakiđ áhuga háskólanema sem hafa rannsakađ ţađ m.a. í
lokaverkefnum og haldnir hafa veriđ opnir fundir um notendasamráđ. Breytingar hafa veriđ gerđar á lögum um félagsţjónustu sem fela í sér auknar skyldur fyrir Reykjavíkurborg um samráđ viđ notendur um framkvćmd ţjónustu fyrir fatlađ fólk.

Greinargerđ:

Ađ hafa samráđ viđ notendur um ţá ţjónustu sem ţeim er ćtlađ eru bćđi sjálfsögđ og eđlileg mannréttindi. Ţađ eru sjálfsögđ mannréttindi ađ fá ađ vera ţátttakandi í eigin lífi og taka sjálfur ţátt í ákvörđunum sem varđa eigin hag, líđan og almennar ađstćđur. Engu ađ síđur er notendasamráđ tiltölulega nýtt í umrćđunni og ekki síst í framkvćmdinni. Ekki er vitađ hversu víđtćkt notendasamráđ er haft viđ notendur hjá Reykjavíkurborg. Til ţess ađ notendasamráđ tvinnist inn í menningu og samfélag ţarf hugmyndafrćđin ađ vera greipt í námsefni fagađila og verđa hluti ađ fagţekkingu og reynslu. Öđruvísi mun ekki takast ađ innleiđa hugmyndafrćđi notendasamráđs međ markvissum hćtti. Lagt er til hér ađ borgarstjórn samţykki ađ Reykjavíkurborg ákveđi ađ hafa notendasamráđ í öllum verkefnum og ákvörđunum sem varđa hag og hagsmuni einstakra hópa og almennings. Notendur einir geta upplýst um ţađ hvort notendasamráđ sé viđhaft og virkt alls stađar ţar sem veriđ er ađ ákveđa og ţróa ţjónustu og ólíkar ađstćđur fyrir fólk. Ţess vegna er mikilvćgt ađ spyrja notendur reglulega međ ţar til gerđum spurningakönnunum. Grunnur notendasamráđs er ađ stjórnvöld hlusti á hvađ notandinn er ađ segja ţegar veriđ er ađ skipuleggja eđa ţróa ţjónustu. Vinna á međ fólki en ekki međ fólk. Ţađ er notandinn sem á ađ kenna fagađilum og stjórnvöldum hvernig hćgt er ađ mćta ţörfum hans sem best. Notandinn
er sérfrćđingur í eigin lífi. Mikilvćgt er ađ notandinn sé međ frá byrjun ekki bara á seinni stigum.

Fulltrúi Pírata fékk ţađ hlutverk ađ slá ţessa tillögu út af borđinu međ "rökum". Henni var í kjölfariđ vísađ frá af meirihlutanum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband