Laugavegurinn okkar heitelskaði

Það var hörkuumræða um lokun Laugavegsins fyrir akandi fólk á fundi borgarstjórnar um daginn. Meirihlutinn fullyrðir að verið sé að gera það sem meirihluti borgarbúa vill, verslunareigendur, leigjendur, hagsmunafulltrúar fatlaðra og borgarbúar í öllum hverfum borgarinnar. Nokkrar efasemdir eru um þessa almennu gleði með framkvæmdir á Laugaveginum og víðar í miðborginni þegar kemur að aðgengi t.d. fyrir fatlað fólk

Flokkur fólksins lét bóka eftirfarandi:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur stórar efasemdir um þá almennu gleði sem sögð er ríkja með lokun gatna í miðbænum og þar með Laugavegsins. Staðreyndin er sú að þeir eru margir sem finnst illa komið fyrir Laugaveginum og miðborginni almennt séð þegar kemur að aðgengi. Í þessum hópi er verslunareigendur,leigjendur og hreyfihamlaðir.  Verslun, gamalgróin eins og Brynja getur varla þrifist lengur við þessar aðstæður. Hverjir eru svo þeir sem halda lífinu í Laugaveginum þ.e. aðrir en ferðamenn? Flokkur fólksins hefur lagt til að gerð verði könnun meðal íbúa úthverfa sem ekki starfa í miðbænum og þeir spurðir hversu oft þeir sæki miðbæinn og þá í hvaða tilgangi. Flokkur fólksins fer fram á lýðræði hér og að sérstaklega verði hugað að fólki sem ekur P merktum bílum. Tillaga var lögð fram í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins um að P merktir bílar geti lagt í göngugötum og að hámarkshraði yrði 10 km/klst. Hagsmunaaðilar fatlaðra fögnuðu framlagningu þessarar tillögu. Það segir sennilega allt um hið svokallaða „samráð“ sem meirihlutinn fullyrðir að hafi verið haft við alla hagsmunaaðila við þá ákvörðun að loka Laugavegi og stórum hluta miðbæjar fyrir akandi fólki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband