Međ svartari skýrslum! Braggaframkvćmdin var á sjálfsstýringu

Ég óttast ađ ađ draga eigi eitt stórt pennastrik yfir ţennan braggaskandal og engin á eftir ađ taka á ţessu ábyrgđ.

Bókun Flokks fólksins málinu er eftirfarandi 

Skýrsla  innri endurskođunar um  Nauthólsveg 100 er svört og mikiđ áfall. Í henni er rakiđ hvernig hver ţáttur á eftir öđrum stríddi gegn góđum stjórnsýsluháttum. Nefna má ađ verkefnin voru ekki bođin út, kostnađareftirlit var ábótavant, ekki voru gerđir samningar, margar vinnustundir skrifađar og á einum tímapunkti voru 18 verktakar í vinnu.  Reikningar voru samţykktir en ekki fylgst međ ađ útgjöld vćru innan fjárheimildar. Í frumkostnađaráćtlun vantađi marga ţćtti og sú áćtlun sem gerđ var, var ekki virt. Fram kemur ađ innkauparáđ fékk ekki réttar upplýsingar, skýrslu ráđsins var ekki fylgt eftir. Biđlund ráđsins var of mikil eftir ţví sem fram kemur. Eitt ţađ alvarlegasta er ađ borgarráđ fékk rangar upplýsingar. Flokkur fólksins myndi vilja fá álit frá ađila utan borgarkerfisins á broti á  innkaupareglum og umbođsţáttum. Fram kemur ađ misferlisáhćtta er mikil en skortur er á sönnunum. En liđiđ er liđiđ og ekki er efast um borgarmeirihlutinn mun draga af ţessu lćrdóm og breytingar gerđar í kjölfariđ til ađ koma í veg fyrir ađ svona lagađ endurtaki sig. En er ţar međ veriđ ađ draga eitt stórt pennastrik yfir Nauthólsveg 100?  Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst enn mörgum spurningum ósvarađ og ţá kannski helst sú,  mun einhver ćtla ađ axla á ţessu ábyrgđ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband