Að eldri borgarar fái sveigjanlegri vinnulok

Ég hef lagt það til að borgin sem vinnuveitandi  leiti leiða til að bjóða upp á að vinnulok verði með sveigjanlegri hætti en nú er, þ.e. að starfslok séu við sjötugsaldur. Fjölmörg störf er hægt að bjóða eldri borgurum upp á þar sem sérstakrar líkamlegrar færni er ekki krafist. Aldrað fólk býr yfir miklum kostum, menntun og reynslu sem gerir það að góðum starfsmönnum. Borgin ætti að vera fremst í flokki enda stór vinnustaður og bjóða upp á sveigjanleika þegar komið er að starfslokum.  Sumir viljað hætta áður en  „70 ára“ markinu er náð, en aðrir vilja vinna lengur og þarf að koma til móts við þá. Sveigjanleikinn er allra hagur og borgaryfirvöld geta með virkum hætti stuðlað að því að hann verði sem mestur. Það helsta sem boðið er upp á nú er heimild til að óska eftir undanþágu til eins árs í einu. Ekki er vitað hversu auðfengið slík undanþága er. Einnig er hægt að hafa starfsmenn lausráðna í tímavinnu eftir 70 ára og af því er reynsla t.d á Droplaugartöðum. En betur má ef duga skal. Hér er hægt að gera svo miklu meira enda það sem nú er í boði afar takmarkað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband