Everest, sport ríka fólksins

Ég er að reyna að skilja þessa löngun að fara á topp Everest svona út frá sálfræðilegu sjónarmiði. Þetta er lífshættulegur leiðangur sem kostar auk þess mikið og því aldeilis ekki á færi nema þeirra sem eiga nóg af peningum og tíma. Skyldi þetta skila sér svona andlega, í meiri hamingju og lífsfyllingu hjá þeim sem lifa ferðina af það er að segja? 
Álag á fjölskylduna hlýtur að vera mikið sem heima bíður og vonar að viðkomandi skili sér láréttur heim. Slíkt álag er vissulega ekki hægt að verðleggja.

Þetta er augljóslega sport ríka fólksins. Kannski af því að þeim leiðist, hafa prófað allt og gert allt svo spennutaugin hefur þanist?

Veit ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband