Viđbrögđ einkenndust af útúrsnúningum og niđurrifi

Hafnađ í borginni, samţykkt á Alţingi

Ţađ hlýtur ađ teljast sérstakt ađ tillögu sem hafnađ er af hörku í borgarstjórn er stuttu síđar komin í lög. Á borgarstjórnarfundi 16. október, 2018 lagđi Flokkur fólksins fram tillögu um ađ heimila akstur bifreiđa međ stćđiskorti fyrir hreyfihamlađa um göngugötur í miđborg Reykjavíkur og ađ bifreiđum međ slíkt stćđiskort verđi heimilt ađ leggja á bílastćđum á göngugötum borgarinnar. Tillögunni var illa tekiđ af meirihlutanum í borgarstjórn og einkenndust viđbrögđ af niđurrifi og útúrsnúningum. Einkum fulltrúar frá Samfylkingunni og Viđreisn kepptust viđ ađ draga umrćđuna niđur á lágt plan.

Mannréttindamál

Sjálfsagt er ađ takast á um ţetta mál sem önnur međ heiđarlegum hćtti. En nú ţarf ekki ađ takast á um ţetta mál lengur. Löggjafinn hefur haft vit fyrir meirihluta borgarstjórnar enda hér um mannréttindamál ađ rćđa. Á ţađ skal minnt ađ á vefsíđu Reykjavíkurborgar stendur skýrt og skorinort: „Óheimilt er ađ mismuna fólki vegna fötlunar. Allir eiga rétt á virkri ţátttöku í reykvísku borgarsamfélagi og fatlađir skulu eiga jafnan ađgang ađ ţjónustu og ófatlađir.“ Ţetta ćtlađi meirihlutinn í borgarstjórn einfaldlega ađ hunsa en hefur engu ađ síđur til skrauts á vefsíđu borgarinnar. Horfa skal til ţess ađ meirihlutinn hefur samţykkt án samráđs viđ hagsmunasamtök hreyfihamlađra sem og rekstrarađila ađ fjölga göngugötum og hafa ákveđiđ ađ gera vinsćlustu götur miđbćjarins ađ göngugötum varanlega.

Eins skemmtilegar og göngugötur geta veriđ ţá eiga margir sem eru hreyfihamlađir ekki auđvelt ađgengi ađ ţeim. Ţađ er ekki nema lítill hluti hreyfihamlađs fólks sem notast viđ hjólastól eđa göngugrind og getur ţví nýtt sér göngugötur (svo framarlega sem bílastćđi eru nálćgt). Fyrir stóran hluta hreyfihamlađs fólks er lokuđ göngugata hindrun á ađgengi og ţýđir ađ ţeir sem eiga erfitt međ gang forđast ţćr einfaldlega. Ţađ yrđi varla á bćtandi ţví ađ nú ţegar er mikill fólks- og fyrirtćkjaflótti af ţessu svćđi.

Grein birt í Fréttablađinu 16.7. 2019


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband