Martröđ foreldra

Martröđ foreldra á visi.is

Martröđ foreldra er ađ börn ţeirra leiđist út í fíkniefnaneyslu. Langoftast er einhver ađdragandi sem birtist á heimilinu og í skólanum. Barn sem byrjar ađ neyta harđra efna fer oft hratt niđur. Hefja ţarf ţví greiningarferliđ strax og međferđ í kjölfariđ. Hér getur veriđ spurning um líf eđa dauđa. Ţegar kemur ađ raunveruleikanum í ţessum efnum eru ýmsar hindranir og úrrćđaleysi.

Greining og međferđ

Fyrsta hindrunin er ađ komast í greiningu. Án greiningar, sem oftast samanstendur af vitsmunaţroskamati, mati á líđan og ADHD skimun, fćst ekki ađgangur ađ Bugl. Landspítalinn ţjónustar ekki ungmenni í neyslu- og fíknivanda, veitir ţeim hvorki afeitrunarmeđferđ né bráđameđferđ ţrátt fyrir ađ heilbrigđisráđherra hafi faliđ Landspítalanum ađ sinna börnum í neyslu. Af hverju hefur Landspítalanum ekki tekist ađ fylgja fyrirmćlum ráđherra? Ráđherra hefur samiđ viđ SÁÁ ađ annast međferđ fyrir börn en í kjölfariđ tekur ekkert viđ. Álagiđ á fjölskyldur barna í neyslu er gríđarlegt og ađ baki einu barni er fjölskylda í angist.

Hćgagangur og andvaraleysi stjórnvalda

Íslenskt samfélag, borg og ríki hafa stađiđ sig illa í ţessum málum. Barn á grunnskólaaldri á rétt á ađ fá vandann sinn greindan eins og Reglugerđ um sérfrćđiţjónustu sveitarfélaga viđ leik- og grunnskóla kveđur á um. En biđlistar eru langir og dćmi eru um ađ börn séu enn á biđlista ţegar ţau ljúka grunnskóla. Ţeir foreldrar sem hafa efni á, grípa til ţess ráđs ađ kaupa greiningu hjá einkaađila fyrir ađ lágmarki 150.000 kr. Hjá Reykjavíkurborg hefur málaflokkurinn ekki veriđ í forgangi. Í stađinn fyrir ađ fjölga sálfrćđingum hefur meirihlutinn í borgarstjórn ákveđiđ ađ draga úr greiningum. Ráđamenn í borginni hafa í mörg ár stađiđ sig illa ţegar kemur ađ greiningum og sálfrćđiţjónustu viđ börn. Fjármagni hefur frekar veriđ variđ í ađra hluti en ađ auka og tryggja ţjónustu viđ börn á hinum ýmsu sviđum.

Grein birt í Fréttablađinum 30.7. 2019

Kolbrún Baldursdóttir, sálfrćđingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband