Hrađa ţarf uppsetningu hleđslustöđva

Ţađ er aldrei lognmolla á fundum borgarráđs enda vćri ţađ bara leiđinlegt ef svo vćri. Nokkrar tillögur og enn fleiri fyrirspurnir voru inn í morgun frá Flokki fólksins. Hér er ein tillaga ţess efnis ađ drifiđ verđi í ađ koma upp hleđslustöđum svo fólk geti fariđ ađ fá sér rafbíla ţ.e. ţeir sem kjósa ţađ.
 
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um ađ uppsetningu hleđslustöđva verđi hrađađ.
 
Lagt er til ađ sá tími sem áćtlađur er í ađ setja upp 90 viđbótar hleđslustöđvar verđi styttur um helming og verđi ţćr komnar upp innan eins og hálfs árs í stađ ţriggja ára.
 
Komnar eru hlöđur á nokkra stađi í Reykjavík en betur má ef duga skal. Ljóst er ađ ef fólk getur ekki hlađiđ rafbíla sína heima hjá sér og ţarf ađ setja í samband viđ almenningshleđslur fćlir ţađ fólk frá ađ kaupa rafbíl en ţađ mun tefja orkuskiptin. Ţađ vantar hlöđur í efri byggđir, t.d. Grafarvog og Breiđholt og reyndar miklu víđar. Ţótt ţađ séu hleđslustöđvar í hverfinu dugar ţađ ekki ef ađeins er hćgt ađ hlađa einn eđa tvo rafbíla í einu.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband