Reykjavík segir já en Seltjarnarnes segir nei

Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu. Öðru máli gegnir um borgarstjórann í Reykjavík sem hefur lagt fram tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019. Tillögunni er vísað áfram til borgarstjórnar. Á þeim vettvangi mun Flokkur Fólksins harðlega mótmæla að borgin gangi í ábyrgð fyrir mistök við fjárfestingaráætlun Sorpu.

Það er með ólíkindum að meirihlutinn í borgarstjórn skuli samþykkja þetta án þess að blikna. Finnst þeim það ekkert tiltökumál að borgarbúar greiði á annað milljarð vegna stjórnunarklúðurs sem sagt er vera mistök?

Byggðasamlög er fyrirkomulag sem hentar Reykjavík illa. Lýðræðishalli er mikill. Reykjavík greiðir mest en getur ekki í krafti atkvæða sinna tekið ákvarðanir nema njóta stuðnings a.m.k. tveggja annarra sveitarfélaga.

Á næsta borgarstjórnarfundi mun Flokkur fólksins leggja fram tillögu um að borgarstjórn samþykki að aðild Reykjavíkur að byggðasamlögum verði skoðuð með tilliti til þess að auka lýðræðislega aðkomu reykvíkinga að þeim.

Þótt Sorpa sé í eigu allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þarf Reykjavík að bera þungann af fjármögnun hennar vegna íbúafjölda. Ef fjárhagsleg ábyrgð Reykjavíkur á rekstri byggðasamlaga á að vera meiri en ábyrgð annarra sveitarfélaga þá á Reykjavík jafnframt að hafa stjórnunarheimildir í samræmi við þá auknu ábyrgð.

Seltjarnarnes neitar að gangast í ábyrgð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband