Vil ađ ţau pakki saman

Engin grenndarkynning í stórum né smáum verkefnum.

Ţetta má lesa á mbl.is:

Úrsk­urđar­nefnd um­hverf­is- og auđlinda­mála hef­ur fellt er úr gildi ákvörđun skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar frá 22. ág­úst um ađ veita fram­kvćmda­leyfi til ađ lengja frá­rein og breikka ramp­inn viđ Bú­stađaveg sem ligg­ur niđur ađ Kringlu­mýr­ar­braut. Úr fréttum:

Nefnd­in komst ađ niđurstöđu í gćr. 

Gögn máls­ins bár­ust út­skurđar­nefnd­inni frá Reykja­vík­ur­borg 7. októ­ber en eig­end­ur Birki­hlíđar 42, 44, og 48 kćrđu ákvörđun um veit­ingu fram­kvćmda­leyf­is. Ţess var kraf­ist ađ ákvörđun yrđi felld úr gildi og fram­kvćmd­ir stöđvađar.

Engin grenndarkynning og ţađ er bara oft ţannig bćđi í smáum og stórum verkefnum. Og hvađ gerist ţá? Ţađ koma mótmćli og kćrur og framkvćmdir eru stöđvađar međ tilheyrandi vandrćđum og kostnađi. Ég hef nýlega sagt frá leikjagrind/klifurgrind sem rokiđ var í ađ setja upp í Öskjuhlíđ án grenndarkynningar. Ţar var tćpum 2 milljónum kastađ út um gluggann ţví ţađ komu mótmćli sem leiddi til ţess ađ rifa ţurfti allt niđur.

Eitthvađ mun ţetta kosta meira sem hér er sagt frá í fréttum. Ţessi meirihluti í borgarstjórn,  kjarni hans hefur setiđ of lengi. Hann er bara farinn ađ gera ţađ sem honum sýnist án ţess ađ spyrja kóng eđa prest og ţetta er ađ kosta okkur borgarbúa mikiđ fé. Ég vil ađ ţessi meirihluti pakki saman og fari frá, hvíli sig bara eins og gott ţykir ţegar mađur hefur veriđ lengi á sama stađ.

Ţađ líđur varla sú vika ađ ekki er kvartađ yfir skort á samráđi sbr. lokun Kelduskóla. Hver hefur ekki heyrt af óánćgju rekstararađila viđ Laugaveg og nágrenni. Ekkert samráđ ţar og svona mćtti áfram telja


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband