Af hverju getum við ekki sinnt eldra fólkinu okkar almennilega?

Það er alveg átakanlegt að heyra þessa og fleiri frásagnir og lýsingar á umönnunarþáttum eldra fólks hvort heldur það býr heima eða á hjúkrunarheimili.
Ég hvet alla til að hlusta á þættina Lífið eftir vinnu, að eldast á Íslandi.
Það bíður okkar allra að eldast ef við erum yfir höfuð svo heppin að fá að eldast. Af hverju getum við ekki gert betur þegar kemur að umönnun við okkar elstu þegna?
Allar tillögur Flokks fólksins til að bæta stöðu eldri borgarar í Reykjavík hafa verið felldar í borgarstjórn og í Velferðarráði. Allt er þetta spurning um fjármagn og útdeilingu peninga úr borgarsjóði. Vissulega er stór hluti málaflokksins á ábyrgð ríkisins en Reykjavíkurborg getur gert svo miklu betur til að bæta þjónustu við eldra fólk, ekki síst þeirra sem vilja reyna að búa heima sem lengst.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband