Heimgreiđslur, mannekla í leikskólum og  viđbrögđ skólayfirvalda vegna skólaforđunar

Nćstu mál Flokks fólksins í borgarstjórn 7. febrúar snúa annars vegar ađ tillögu um heimgreiđslu vegna alvarlegra manneklu í leikskólum og langs biđlista og hins vegar ađ umrćđu um orsakir skólaforđunar og viđbrögđ skólayfirvalda og fagfólks skóla ţegar barn glímir viđ skólaforđun.

 

Flokkur fólksins hefur ítrekađ lagt til í borgarstjórn ađ foreldrar yngstu barnanna hafi val um ađ ţiggja heimgreiđslur međan beđiđ er eftir leikskólaplássi. Ţetta úrrćđi vćri val fyrir foreldra fyrstu tvö ár barnsins. Einhverjir foreldrar hafa tćkifćri til ađ vera heima hjá barni sínu fyrstu misserin. Heimgreiđsluúrrćđiđ myndi ţví mögulega stytta biđlista leikskólanna sem eru í sögulegu hámarki vegna manneklu, myglu í leikskólahúsnćđi og seinkun á verkefninu Brúum biliđ.

 

Skólaforđun, orsakir og úrrćđi

Hitt mál Flokks fólksins fyrir borgarstjórn er umrćđa um  orsakir skólaforđunar og viđbrögđ skólayfirvalda og fagfólks skóla ţegar barn glímir viđ skólaforđun.

Umrćđa um skólaforđun hefur aukist nokkuđ síđan Velferđarvaktin fór ađ kanna umfang hennar. Nýlega var haldiđ málţing um skólaforđun. Skólaforđun felst í ţví ađ börn og ungmenni forđast ađ fara í skólann af einhverri ástćđu/ástćđum. Um ţúsund íslensk börn eru talin glíma viđ skólaforđun og treysta sér ekki til ađ mćta í skólann.

Skólaforđun er ekki nýtt vandamál.  Ţćr ástćđur eđa orsakir sem helst eru nefndar eru mest raktar til andlegrar vanlíđunar og kvíđa. Ástćđur og orsakir kvíđa geta veriđ margvíslegar og margslungnar.

Borgarfulltrúi  Flokks fólksins kallar eftir umrćđu um helstu orsakir og ţađ faglega umhverfi, ferli sem mál af ţessu tagi fara í Reykvískum grunnskólum. Kallađ er eftir umrćđu um samrćmd viđmiđ viđ ađ greina skólaforđun og hvernig ţau viđmiđ geta nýst. Einnig er óskađ eftir viđbrögđum meirihlutans viđ ţeirri stađreynd ađ fagfólki skólans hefur ekki fjölgađ síđustu ár samhliđa fjölgun nemenda.

Öll ţekkjum viđ biđlistann hjá Skólaţjónustunni í Reykjavík. Međ hverri viku lengist listinn. Gera má ţví skóna ađ ákveđinn fjöldi barna á biđlistanum glími viđ skólaforđun.

Allir helstu lykilađilar hafa rćtt um biđlista barna til sálfrćđinga og öđru fagfólki jafnt í rćđu, riti og á málţingum. Margir foreldrar  í angist sinni upplifa sem kerfiđ hafi gefist upp á barni sínu og fjölskyldunni.

Barnasáttmálinn sem lögleiddur er á Íslandi hefur ekki veriđ innleiddur í Reykjavík. Ef horft er til innihalds  Barnasáttmálans má segja ađ brotiđ sé daglega á börnum í Reykvísku skólakerfi.

Í ţessum málum sem öđrum tengdum börnum er ekki í bođi ađ gera ekki neitt, eđa gera lítiđ sem ekkert.  Áhrif og afleiđingar langvinnrar skólaforđunar getur leitt til félagslegrar fötlunar einstaklingsins sem kemur niđur á möguleikum hans ađ fara í frekara nám eđa ađ stunda vinnu. Ef ekki nćst ađ finna viđunandi lausn getur ţađ litađ allt líf ţessara einstaklinga sem er ekki ađeins skađi ţeirra heldur samfélagsins alls.

Ţađ er von okkar í Flokki fólksins ađ um ţessi mál verđi gagnleg umrćđa á ţriđjudaginn nćstkomandi og ađ tillögunni um heimgreiđslur verđi vísađ til frekari skođunar en ekki vísađ frá eđa felld.

Kolbrún Baldursdóttir, sálfrćđingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn

 Birt á visi.is 3. febrúar 2023


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband