Flugdólgar óskemmtilegir samferđarmenn

Mikiđ lifandi skelfing held ég ţađ sé ömurlegt ađ vera um borđ í flugvél ţar sem einhver tekur upp á ţví ađ láta dólgslega. Ţađ er einmitt í flugvél sem mađur vill síst af öllu vera í námunda viđ einstaklinga sem viđhafa dólgshegđun ţví engin er jú undankomuleiđin. Ekki ţarf ađ spyrja ađ líđan farţegana sem ţurftu ađ ţola ađ horfa upp á manninn láta ófriđlega, áreita flugfreyjur og abbast upp á farţegana. Slík hegđun skapar mikiđ óöryggi og kvíđa í ađstćđum ţar sem ekkert er hćgt ađ gera nema bíđa og vona ađ mađurinn róist. Fyrir ţá sem eru flughrćddir eđa óöryggir í flugvél ţá er upplifun sem ţessi ekki á ţađ bćtandi. Gott ef ţađ fólk nćr sér aftur eftir svo neikvćđa reynslu.

Ekki ţarf ađ spyrja ađ ţví ađ flugdólgurinn var ölvađur.  Sennilega lćtur engin svona allsgáđur, alla vega ekki um borđ í flugvél. Ég velti ţví fyrir mér hvernig manninum leiđ međ ţetta ţegar runniđ hafđi af honum. Eins og vitađ er ţá hefur áfengi ţannig áhrif á sumt fólk ađ ţađ gjörsamlega umturnast. Ţađ á líka viđ um marga sem eru ađ öllu jöfnu rólyndis fólk. Ţessi mađur er klárlega einn af ţeim sem ćtti ađ láta áfengi međ öllu vera.  Vonandi verđur ţetta til ţess ađ hann ákveđur ađ gera eitthvađ í sínum málum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er varla mikiđ mál ađ láta fullorđiđ fólk "blása í blöđru" áđur en ţađ fćr ađ ganga um borđ.

Vesturbćingurinn síkáti (IP-tala skráđ) 23.7.2007 kl. 17:37

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ţetta skeđur ekki oft sem betur fer,en svona er ţetta ,ţađ er alltaf einhver sem ekki kann fótum sinum forráđ eins og sagt er!!/en svona eru ţessu nýju lög,engin hefur kćrt nema Lögreglan fyrir mótţróa ,og ţessi viđurlög voru ađ hćka verulega eđa allt ađ 8 ára fangelsi/er ţetta retta leiđin,spir bara sálfrćđinginn um skođun á ţvi/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 23.7.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ţađ er mjög ađţrengjandi upplifun ađ lenda mjög nálćgt fólki í flugvél sem er í fylleríisrugli - ţó ekki sé beinlínis um "flugdólgs"hegđun ađ rćđa heldur bara illa drukkiđ fólk. Mér finnst flugfreyjurnar oft eiga mikiđ hrós skiliđ fyrir endalausa ţolinmćđi og ţjónustuviđmót í svona ađstćđum.

Marta B Helgadóttir, 23.7.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já Halli, mér finnst ţađ ţurfi ađ vera vel skilgreind viđurlög viđ ţessu ekki bara vegna ţess hversu mikill ami fylgir svona hegđun heldur líka ađ ţarna er veriđ ađ stofna öryggi flugvélarinnar í hćttu. Hversu miklar sektir eđa fangelsi lćt ég ađra stétt um ađ ákveđa en einnig vćri kannski hćgt ađ dćma flugdólga í áfengismeđferđ.  Ađ dćma í međferđ tíđkast t.d. í USA.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 09:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband