Tímabært að afnema neitunarvald stórveldanna í Öryggisráði SÞ.

Ég heyrði ávæning af ummælum Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráðherra að ef við Íslendingar yrðum aðilar að Öryggisráði SÞ, ættum við að beita okkur fyrir afnámi neitunarvalds.

Eins og kunnugt er hefur Ísland sóst eftir kosningu til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðið skipar fimmtán aðildarríki en af þeim hafa fimm stórveldi fast sæti auk þess sem þau hafa neitunarvald. Allsherjarþingið kýs í Ráðið tíu önnur aðildarríki, hvert til tveggja ára. Framboð Íslendinga til Öryggisráðsins hefur verið umdeild aðgerð enda kostnaður við framboðið talsverður.


Að beita sér fyrir afnámi neitunarvalds er á brattan að sækja og líklega óraunhæft.  Að sjálfsögðu er þetta allt samningsatriði og mörgum kann að þykja afar ólíklegt að þetta nái fram að ganga jafnvel þótt fjölmargar aðildarþjóðir leggist á eitt.

Hvað sem því líður sakar ekkert að hugsa á þessum nótum.  Neitunarvald stórveldanna er barn síns tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverskonar draumórar eru þetta? Við Íslendingar erum þeirrar gæfu aðnjótandi að stærsti stjórnmálaflokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn.

Meðan svo er og ekki líkur á að breyting verði á er eitt víst og það er að utanríkisstefna þjóðarinnar mun verða mótuð af þeim flokki. Ingibjörg Sólrún er bara diplómatiskur leikur í stöðu utanríkisráðherra.

Íhaldið hefur alltaf legið marflatt og dillað rófunni þegar sést hefur glytta í Bandaríkjamann. Dettur einhverjum í hug að utanríkisstefna okkar verði mótuð af Samfylkingunni? 

Heimspressan mun ekki á næstu árum greina frá því að örþjóðin Ísland hafi krafist þess í Öryggisráði S.Þ. að neitunarvaldið verði afnumið.

Árni Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Árni minn, þetta með dillirófuna er nú eintómt þvaður.

Við erum afar margir Sjálfstæðismenn, sem erum afar gagnrýnir á margt, sem þaðan kemur og öfum viljað halda fast í okkar menningu og varað við of stórkarlalegum áhrifum Kanans.

Hitt er rétt og satt, að innan okar raða eru og hafa ætíð verið, menn sem vita, að helsta haldreipi Vesturlada í andófinu við ánauð Sósa bæði í Sovét heitnu og víðar, er hjá Bandaríkjamönnum.  Kemur þar til yfirburðastaða þeirra í vopnavaldi og krafti ýmiskonar.

Neitunarvaldið verður ekki afnumið á meðan það er sameiginlegir hagsmunir stórveldana, að svona verði þetta.  Einnig er ekki úr vegi, að benda á, að Kaninn brúkar þetta vald sitt, nánast eingöngu til þess, að skjóta skildi fyrir ,,árásir á hagsmuni Ísraelsmanna".

Ingibjörg fer þarna villur vega, ef hún lætur ér detta íhug, að á þessu verði breyting í bráð.

Miðb´jaríhaldið

þjóðlegur og glaaharður íhaldsmaður á það sem halda ber í.

Bjarni Kjartansson, 25.7.2007 kl. 09:41

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Og eigum við örþjóðin að borga einn til tvo milljarða fyrir að geta mótmælt neitunarvaldi stórveldanna í öryggisráðinu sem verður máttlaust tal þar. Hverskonar andskotans vitleysa er þetta orðin... Og hverjir stjórna þessum þvættingi sem er út úr öllu korti...? Málflutningurinn er eins og hann komi frá geðveikum einstaklingi sem veit ekki aura sinna tal og getur eytt og spreðað fjármunum út og suður... Við erum ekki ennþá orðin svo auðug þjóð að við getum hent milljörðum út í loftið, eða hvað... Hvernig væri að setja farbann á Ingibjörgu Sólrúnu í næstu fjögur árin og röksemdin er að þjóðarhagsmunir liggji við.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 25.7.2007 kl. 15:23

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Húsbændurnir eru farnir og íhaldið þarf því ekki að dilla rófunni lengur og raunar örlar ekki á neinni utanríkisstefnu hjá þeim og þar að auki trúverðugleikinn alls enginn eftir ótrúlegan bullugang Davíðs og Björns Bjarna áður en þeirra eigin flokksmenn límdu fyrir þverrifuna á þeim. Ingibjörg Sólrún mun því hafa frítt spil og stendur áreiðanlega undir því. 

Baldur Fjölnisson, 25.7.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Öllu stærri þjóð en við hér hefur farið heldur flatt úr því að stíga dansinn við BNA; Bretar.  Þeir hafa komist að því fullkeyptu hvað það þýðir að ganga erinda þeirra.  Neitunarvaldið er og verður enda hefur sýnt sig að ef það hefur eitthvað vægi gegn markmiðum þjóða á borð við BNA þá virða þeir ráðið að vettugi og fara sínu fram hvort heldur er. 

Held að við ættum að reyna að halda í virðingu okkar og það litla sem eftir er af hinu saklausa og friðelskandi landi og halda okkur utan við argaþras þeirra sem endilega þurfa að fara með hernaði á aðra.  Í það höfum við ekkert að gera, ekki skilning á enda síðastliðin 62 ár hefur slíkt verið mjög fjarri okkur. 

Í Öryggisráði SÞ eru teknar oft á tíðum mjög vafasamar ákvarðanir ss um það þegar beita á þjóðir þvingunum.  Hefur sýnt sig að við höfum í skjóli þeirra ákvarðana tekið órökrétta afstöðu með fjöldanum, enda látið tilbúna hagsmuni þessara herra þjóða villa okkur sýn. 

Höldum Ingibjörgu heima og borgum henni bara hærri laun fyrir að skipta sér ekki að þessu.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 25.7.2007 kl. 23:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband