Kynjamismunur á Alţingi. Karlar í rćđustóli 84 prósent en konur 16 prósent

Konur hafa seint legiđ undir ámćlum fyrir ađ vera ţöglar eđa eiga almennt erfitt međ ađ tjá sig. Mikiđ frekar hafa ţćr haft vinninginn hvađ mćlsku varđar ef marka má niđurstöđur a.m.k. sumra samanburđarannsókna á kynjunum. Konur hafa oftar en ekki veriđ álitnar samviskusamari en karlar og hafa jafnvel fengiđ hćrra gildi á kvörđum sem mćla málfarslega hćfni, fćrni í ađ tjá sig t.a.m. ađ tjá tilfinningar sínar. Vísbendingar eru jafnframt um ađ konur eigi auđveldara međ ađ rćđa vandamál ef bornar saman viđ karla. Sumar kannanir hafa reyndar sýnt ađ úr ţessum mismun dragi ţegar fullorđinsárum er náđ. Enn ađrar rannsóknir kunna ađ sýna allt ađrar niđurstöđur og ţví skal varast ađ fullyrđa eđa alhćfa nokkuđ í ţessum efnum.

Hverju sćtir ţađ ađ á Alţingi halda konur meira en helmingi fćrri rćđur en karlar? 
Nú ţegar tćpar ţrjár vikur eru liđnar af ţingvetri segir í ţingbréfi birt í Mbl. nú um helgina ađ á međan karlar hafa fariđ 657 sinnum í rćđustól hafa konur einungis fariđ 153 sinnum. Karlar hafa veriđ 84% af ţingtíma í rćđustóli en konur ađeins 16%.

Markmiđ ţessa pistils er í sjálfu sér ekki ađ reyna ađ kryfja orsakir ţessa mismunar til mergjar. Greinarhöfundur ţingbréfsins nefnir ástćđur eins og ađ ţingflokkar tefli frekar körlum fram og ađ málin séu karllćgari.

Ég tek einnig undir međ greinarhöfundi ţingbréfsins ađ ekki sé hćgt ađ kalla konur einar til ábyrgđar heldur ekki hvađ síst samspili kynjanna. Ef litiđ er til samspils kynjanna á leik,-og grunnskólum hafa kennarar ćđi oft lýst ţví ađ drengir geri meiri kröfu um athygli og ađ ţeim sé hlutfallslega bćđi oftar og meira sinnt en stúlkunum. Ţetta gćti allt eins einkennt samskipti kynjanna á vinnustöđum ţegar komiđ er á fullorđinsár og ţar er Alţingi engin undantekning.


EF ţetta skyldi vera raunin ţá má spyrja hvers vegna konur taki ekki sinn tíma og krefjist meira rýmis fyrir sig og sinn málflutning hvort sem ţađ er innan viđkomandi ţingflokks eđa í ţingsal?
Til ađ leitast viđ ađ svara ţessari spurningu er freistandi ađ skođa hvađ sumar rannsóknir um kynjamismun segja. Vísbendingar eru um ađ konur nálgist markmiđ sín oft á annan hátt en karlar. Ţćr eru uppteknari af ţví ađ stíga nú ekki á neinar tćr á leiđinni. Konur forđast frekar en karlar ađ nýta sér veikleika annarra. Ţeim líđur einnig verr en karlmönnum í ađstćđum ţar sem samkeppni er ríkjandi. Orka kvenna fer gjarnan í ađ gera hlutina ţćgilega fyrir alla, fara samningsleiđina og hlúa ađ góđum og friđsamlegum samskiptum.
Svo er ţetta jú einnig spurning um uppeldislega ţćtti, hvatningu og fyrirmyndir.


Getur kynjamismunur, sé hann ţ.e.a.s. raunverulegur, haft eitthvađ ađ gera međ ţađ ađ konur hafi einungis vermt rćđustól Alţingis 16% af tímanum en karlar 84%?
Ţađ er sannarlega áhugavert ađ skođa ţetta út frá sem flestum sjónarhornum ţar sem munurinn á fjölda rćđna og rćđutíma kynjanna á ţingi er mjög mikill.

Ég vil hins vegar hvetja ţingkonur til ađ láta í sér heyra í ţingsal, nota hvert tćkifćri og krefjast alls ţess svigrúms og tíma sem ţćr telja sig ţurfa. Ţótt ţingkonur séu dugnađarforkar, samviskusamar og hugmyndafrćđilega öflugar ţá er ekki ósennilegt ađ pólitísk velgengni ţeirra sé mćld einmitt út frá ţeim mćlikvarđa hversu oft og mikiđ ţćr láti í sér heyra, gefiđ ađ málefniđ sé verđugt, flutt međ málefnalegum hćtti og vel rökstutt.
Ţađ er í rćđustóli Alţingis sem vinna ţingmanna er kjósendum hvađ mest sýnileg.

 
   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

"Konur hafa seint legiđ undir ámćlum fyrir ađ vera ţöglar og eiga erfitt međ ađ tjá sig. Mikiđ frekar hafa ţćr haft vinninginn hvađ mćlsku varđar ef marka má niđurstöđur mýmargra samanburđarrannsókna á kynjunum."

Ţetta er reyndar ekki rétt. Flestar "alvöru" rannsóknir benda til ţess ađ ţađ sé sáralítill munur á kynjunum varđandi ţađ hvort kyniđ talar meira. Ţađ eru fyrst og fremst sjálfshjálparbćkur og álíka óvísindaleg til sem hafa haldiđ ţví fram ađ konur tali meira.

Sjá hér: http://www.sciam.com/article.cfm?articleID=9D97CA85-E7F2-99DF-374622AAD8C33548

og hér: http://www.guardian.co.uk/g2/story/0,,1957827,00.html

Svala Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ţetta átti ađ vera "óvísindaleg rit". :)

En varđandi konur á ţingi, ţá held ég ađ ţetta endurspegli miklu fremur ráđandi stöđu karla innan stjórnmálaflokkanna og inni á ţingi, heldur en einhvern eđlislćgan kynjamun.

Svala Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 16:49

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hárrétt athugađ hjá ţér Svala, takk fyrir ţetta.
Ekki síđur áhugavert vćri ađ skođa af hverju karlar hafa svo ráđandi stöđu innan stjórnmálaflokkanna og einnig margt annađ sem tengist ţátttöku kvenna í stjórnmálum. Ef ţú getur miđlađ fleiri athugunum á ţessu efni ţá endilega gerđu ţađ.

Kolbrún Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 17:55

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ţađ er margt sem hefur áhrif á ţátttöku kvenna í stjórnmálum.

Međal annars: Ţćr fá minni hvatningu til ađ bjóđa sig fram, bćđi frá fjölskyldunni og öđrum í flokknum, ţćr efast meira um sjálfa sig (kannski vegna minni hvatningar, fćrri fyrirmynda og e.t.v. uppeldis?), ţćr bera meiri ábyrgđ á heimilinu og eiga ţví erfiđara um vik ađ taka virkan ţátt í stjórnmálum, kvenkyns stjórnmálamenn fá öđru vísi fjölmiđlaumfjöllun en karlar, karlkyns leiđtogar sem eru fyrir í flokkunum eru líklegri til ađ velja og ala upp karlkyns "erfđaprinsa" til ađ taka viđ af sér og svo mćtti lengi telja.

Ein af ţeim sem hefur stúderađ ţetta er Jennifer Lawless, prófessor í stjórnmálafrćđi viđ Brown. Sjá t.d. hér: http://www.aflcio.org/mediacenter/speakout/jennifer_lawless.cfm

Svala Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 21:56

5 Smámynd: Sigurđur Viktor Úlfarsson

Ţráinn Bertelsson lýsti um daginn eftir nýrri kynslóđ stjórnmálamanna međ stór eyru og lítinn munn.  Kannski konurnar hafi tekiđ hann á orđinu!

Sigurđur Viktor Úlfarsson, 22.10.2007 kl. 11:23

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verđ nu ađ segja ţađ sem alltaf er sagt/engin heldur aftur af ţeim ađ tala i annan tíma/svona er mín tilfinning/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.10.2007 kl. 10:46

7 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Mér finnst bara ađ ţćr verđi ađ vera duglegri ađ stíga í pontu. Jafnrćđi er bara ekki svo víđa í samfélagi okkar hvorki á ţingi né i daglegu lífi. Ţađ eru alltaf einhverjir sem trođa á og einhverjir sem láta trođa á sér. ţví miđur

Ásdís Sigurđardóttir, 25.10.2007 kl. 02:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband