Ást... Ég fann ei, hvað lífið er fagurt fyrr en ég elskaði þig

Ég sá frábært stykki í Borgarleikhúsinu í gær en það var leikritið Ást.
Eins og segir á vef Borgarleikhússins fjallar leikritið um ástir og daglegt líf heimilismanna á elliheimili. Nína sem leikin er af Kristbjörgu Kjeld er eldri kona utan af landi sem kemur í skammtímavistun á elliheimili í höfuðborginni.
Þetta er söngleikur og er verkið skipað úrvalsleikurum sem allir skila sínu frábærlega.
Kristbjörg fer á kostum og Ómar Ragnarsson sýnir leikfærni sína með ótal svipbrigðum og fjölbreyttu líkamsmáli.
Þrátt fyrir tregafull atriði er verkið létt og afar fyndið á köflum. Sagan höfðar til allra aldurshópa og minnir mann á hvað skiptir mestu máli í lífinu en það er kærleikurinn.

Ljóðlínan í fyrirsögn bloggsins er úr Ást, ljóð eftir Sigurð Nordal og lag eftir Magnús Sigmundsson.

Ástin er áhætta.
Ástin er áhætta,
engri tilfinningu lík.
Veldur stundum vonleysi og sorg.
Hatri, gráti eða hlátri.
Hættuleg en eftirsótt,
sérhverjum sem lifa langar.
(KB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún mín, það eru svo mörg verk sem mig langar að sjá og upplifa.  Ást er eitt af þeim.  Reyndar er ég að fara í leikhús í kvöld að sjá Skuggasvein.  Ég hef starfað við leiklist, þ.e. í áhugamannaleikhúsi síðan 1966, bæði sem leikstjóri, leikari, hvíslari og bara nefna það.  Leikhús er miðill sem skiptir okkur öll svo miklu máli, því það er svona hliðarversion af okkar eigin lífi.  Í raun og veru ætti að vera kennd leiklist í öllum skólum landsins, því það er svo auðvelt að taka þar á ýmsum erfiðum málum á vitrænan hátt eins og til dæmis einelti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En skrítið við vorum að tala um þetta leikrit ég og maðurinn minn og ætlum að fara og sjá það fljótlega.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.12.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Við hjónin fórum á þessa leiksýningu.....frábær stund.  Þetta fallega lag söng Regína Ósk í brúðkaupinu okkar.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.12.2007 kl. 21:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband