Misskilningur að það sé í lagi að aka bíl eftir einn drykk. Umferðarstofa segir það lögbrot

   

„Eftir einn ei aki neinn“ 
Sem stendur er sérstakt átak í gangi hjá Umferðarstofu sem gengur m.a. út á að leiðrétta þann misskilning að það sé í lagi að aka bíl svo lengi sem áfengismagn í blóði sé undir refsimörkum, þ.e. 0.5 prómill. 
Einar Magnús Magnússon, upplýsingarfulltrúi Umferðarstofu segir í viðtali í Mbl. í gær að það varði við lög að aka eftir neyslu áfengis, sama hversu lítið magnið er. Hann segir jafnframt að með þessu átaki sé verið að leiðrétta þann misskilning að það sé „í lagi“ að aka bíl svo lengi sem áfengismagnið sé undir refsimörkum þ.e. 0.5 prómill. En er það lögbrot?

Ég held einmitt að margt fólk sem á annað borð notar áfengi líti ekki á að það sé að brjóta lög með því að aka eftir neyslu svo fremi sem neytt hefur verið óverulegs magns og að það meti sem svo að áfengismagnið í blóðinu sé hvergi nærri refsimörkum. Hvort því finnist það „í lagi“ eða yfir höfuð skynsamlegt er eflaust mjög einstaklingsbundið.

Sumt fólk sest hiklaust undir stýri eftir að hafa fengið sér 1 glas eða drukkið  1-2 glös með mat. Það segir ef til vill við sjálft sig að verði það stöðvað af lögreglu muni ekki mælast nægjanlega mikið magn í blóði til að það kalli á alvarlegar afleiðingar svo sem ökuleyfissviptingu og/eða háa sekt. Um þetta getur fólk hins vegar ekki verið visst um. Eftir eitt glas getur áfengismagnið í blóðinu farið í 0.5 prómill og jafnvel yfir þau mörk  allt eftir því hvenær ekið er eftir neysluna. Margir aðrir þættir geta einnig haft áhrif sem dæmi hvort viðkomandi hefur neytt áfengisins á fastandi maga eða með, eða eftir mat svo fátt eitt sé nefnt.  

Í viðtalinu við Magnús kemur fram að sé ökumaður stöðvaður og í honum mælist minna en 0.5 prómill í blóði þá séu afleiðingarnar þær að honum er gert að hætta akstri og er sviptur lyklunum sem hann getur sótt í fyrsta lagi daginn eftir. Þetta eru vissulega óþægindi en ég tel það nokkuð víst að sumir eru tilbúnir til að láta á þetta reyna fremur en að skilja bílinn eftir telji þeir að áfengismagn í blóði sé undir refsimörkum. Fyrir marga eru þetta léttvægar afleiðingar og því vel líklegt að þeir muni taka áhættuna aftur.

Til að ná tökum á ölvunarakstri þarf a.m.k. tvennt að koma til.
Ef það er lögbrot að aka eftir nokkra neyslu jafnvel þótt áfengismagnið í blóði nái ekki refsimörkum þurfa afleiðingarnar að vera aðrar og meiri en smávægileg óþægindi fyrir þann sem „brotið“ fremur.
Öðruvísi er hætta á að viðkomandi taki málið ekki mjög alvarlega.

Líklegt má telja að vænta megi árangurs til lengri tíma ef tækist að höfða til ökumanna þannig að viðhorfabreyting næði að eiga sér stað. Til dæmis að hver og einn hugsi ekki á þeim nótum að akstur eftir tvo drykki sé áhættunnar virði og eins að eftir eitt eða tvö glös sé viðkomandi ekki að reyna að sigta út  hvoru megin 0.5 prómillanna áfengismagnið í blóðinu er heldur ákveði bara einfaldlega að aka ekki.

Átak gegn ölvunarakstri er gott og gilt en þyrfti að vera allt árið um kring ef vel ætti að vera. Miklu máli skiptir að ná til þeirra sem eru að undirbúa sig undir ökuprófið. Ekki er ósennilegt að einmitt í því ferli séu einstaklingarnir hvað mest móttækilegir fyrir fræðslu um mikilvægi þess að forðast alla áhættuhegðun, hraðakstur og að “Eftir einn ei aki neinn„


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er algjörlega sammála því að mesti árangur náist í því að reka áróðóður fyrir áfengislausum akstri einmitt meðan þau eru að læra, í ökuskólanum.  Þar ættu þau að vera hvað mest móttækileg, þá ætti líka að leggja áherslu á það hve hættulegt er að aka of hratt líka.  Helst hræðsluáróður, sýna þeim hvað þessir tveir ökuþættir geta haft alvarlegar afleiðingar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Gleðileg jól, Kolbrún. Kærar þakkir fyrir góð kynni.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.12.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Langar til að óska þér gleðilegra jóla Kolbrún. Takk fyrir frábæra "viðkynningu" á blogginu.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól elsku Kolbrún og fjölskylda.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 12:51

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.

Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.



Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.



Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?



Þú ert barn Guðs.



Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.

Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.



Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 16:03

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól og farsælt komandi bloggár.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband