Vottun heilbrigðis

Margsinnis í kvöld í umfjöllun um stjórnarskipti í borginni hefur sjónum fréttamanna verið beint að veikindaleyfi Ólafs F. Magnússonar en eins og menn muna er ekki langt síðan hann kom úr slíku leyfi.

Einhverra hluta vegna var hann beðinn um að skila inn veikinda/heilbrigðisvottorði og það sem meira var rötuðu upplýsingar um það í fjölmiðla sem veltu sér upp úr því hvað mögulega hefði hrjáð borgarfulltrúann eins og ekkert annað væri fréttnæmara.

Síðan hvenær er borgarfulltrúi eða aðrir sem gegna sambærilegum embættum krafnir um vottorð þegar þeir koma úr veikindaleyfi?
Er þetta kannski nýtt í starfsmannastefnu borgarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég heyrði það eftir trúverðugum manni, að það hefði verið sú manneskja sem átti mest undir því að Ólafur kæmi ekki til starfa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er mjög hissa á þessum umælum um Ólaf. Ég er mjög glöð að að sjástæðisflokkurinn og Ólafur vinni saman. takk fyrir þetta Kollbrún mín.Ég hef mikla trú á þessum flokkum.Enda er ég flokkbundin ein og þú.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.1.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Hver skyldi hafa beðið um vottorðið? Það virðist lítið virðing borin fyrir þeim sem eiga við sárt að binda ef þeir hinir sömu hafa ratað inn á hinn pólitíska vígvöll.  Í kvöld fóru fréttamenn fremstir í flokki í afar ósmekklegum atlögum sínaum að Ólafi F.  Vinnubrögðin hafa þeir eflaust lært af erlendum papparössum.   

Júlíus Valsson, 21.1.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Flestir lenda í því að veikjast á einn eða annan hátt. Sem betur fer ná flestir heilsu aftur. Þar á meðal Ólafur.  Að velta sér upp úr þessu eins og fjölmiðlar hafa verið að gera finnst mér mjög ósmekklegt.

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2008 kl. 09:37

5 identicon

Fróðlegt væri að vita hver bað um vottorðið,hver lak því sem á því stóð og hagsmunir hverra voru (eru) í húfi?Mig grunar ákveðna aðila og miðað við önnur vinnubrögð hef ég trúlega rétt fyrir mér.Sorglegt.Ætli það hefði verið látið svona ef um fótbrot væri að ræða?Forstjóri(framkvæmdarstjóri)LSH fótbrotnaði.Ætli hann þurfi að skila inn vottorði um að hann brotni aldrei aftur?Ég er að fara á þorrablótið um helgina,verðurðu þar  Kolbrún?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:39

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég ætla á þorrablótið og hlakka til

Kolbrún Baldursdóttir, 22.1.2008 kl. 09:49

7 Smámynd: Ingólfur

Mér fannst þessi umræða um vottorð á sínum tíma léleg og ekki koma neinum við.

Hins vegar finnst mér það ábyrgðarhluti að gera að borgarstjóra mann sem tilheyrir lista sem aðeins fékk einn mann kjörinn, sem hafði varamenn sína ekki með í ráðum við myndun meirihlutans sem aftur hefur leitt til þess að meirihlutinn fellur ef hann fær flensu og sem hefur glímt við alvarleg veikindi stærsta hluta þess sem liðið er af kjörtímabilinu.

Ég skil að Sjálfstæðismenn hafi geðveikt mikið viljað komast aftur í stjórn eftir klúðrið í haust, en ég held að þeir hafi hafi ekki hagsmuni borgarbúa fyrir brjósti þegar þeir mynduðu þennan meirihluta.

Ingólfur, 22.1.2008 kl. 11:28

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Spurningar fjölmiðla um heilsufar Ólafs eru EKKI óviðeigandi, því nýi meirihlutinn byggir á því að Ólafur forfallist ekki eina einustu mínútu - meðan ekki liggur fyrir stuðningsyfirlýsing Margrétar Sverrisdóttur og Guðrúnar Ásmundsdóttur. Spurningar um heilsuhreysti Ólafs eru því de facto spurningar um hilsufar nýja meirihlutans. Málið er ekki flóknara en þetta. Sjá lillo.blog.is.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.1.2008 kl. 15:28

9 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það er alveg sjónarmið Friðrik en þegar Ólafur F.  kom aftur til starfa og þessi umræða um heilsu hans fór á flug þá var þessi staða  sem nú blasir við hvergi í augsýn. 
Þetta samspil Ólafar og Margrétar Sverrisd. er vissulega mjög sérstakt en ekki einsdæmi.

Ólafur Harðarson sagði í fréttum í gær að þetta svipaði til þess sem átti sér stað í Vestmannaeyjum ekki fyrir svo löngu síðan. 

Kolbrún Baldursdóttir, 22.1.2008 kl. 15:57

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Finns svolítið eitrað að vera að gefa eitthvað í skyn um hver vildi sjá vottorð.

Eftir síðasta sjónarspil held ég að best sé að allir borgarfulltrúar komi með vottorð, svo spyr maður hvernig vottorði ber að skila.

Skal votta líkamlegt heilbrigði, andlegt atgervi eða bara vottorð um siðblindu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.1.2008 kl. 17:05

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Stjórnmálamenn veikjast eins og aðrir. Við höfum séð fréttamenn taka opnum örmum þeim sem hafa veikst af alvarlegum sjúkdómum, krabbameini, hjartasjúkdómum o.sfrv. Aldrei hefur verið efast um hæfni þeirra til að taka aftur við sínu sæti þegar þeir snúa aftur og ekki hefur verið hreytt í þetta fólk ónotum nema........ Ólaf F!

Júlíus Valsson, 22.1.2008 kl. 20:35

12 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Það var auðvita eins og hvert annað bull að fara fram á vottorð. Lýsir því miður þeirri sorglegu staðreynd að ennþá eru sjúkdómar sem leggjast á sálina lægra settir en sjúkdómar sem leggjast á stoðkerfið. Hann hefði aldrei verið krafinn um vottorð ef hann hefði þjáðst af eyrnabólgu eða gikt. Þetta eru bara fordómar sem segja meira um þá sem báðu um vottorðið en Ólaf.

Að þessu sögðu þá er ég ekki sátt við hvernig Ólafur kom fram í þessu máli. En það segir e.t.v. meira um F en Ólaf? Ég meina hver fer inn í samstarf um meirihluta án bindandi málefnasamnings um mikilvæg mál eins og flugvöllinn? Afar sérkennilegt!

Vilhelmina af Ugglas, 22.1.2008 kl. 21:14

13 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Get mér til um að beðið hafi verið um vottorð með tilvísun í reglur fyrir opinbera starfsmenn, minnir að þar sé ákvæði um að eftir tiltekin dagafjölda, beri starfsmanni skylda til að leggja fram svona vottorð um vinnufærni, ef viðkomandi er lykilstjórnandi.

Sé samt ekki tengingu við kjörin fulltrúa.

Verður eiginlega að koma fram hver bað um vottorð, og í hvaða umboði það var gert og á hvaða forsendum.

Legg til Kolbrún að þú leggir fram fyrirspurn hjá samflokksmönnum þínum, þannig að fyrirspurnin verði gerð á fundi borgarstjórnar.

Ef þetta er refskák til að hindra störf réttkjörins borgarfulltrúa, þá er þetta graf alvarlegt mál.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.1.2008 kl. 09:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband