Reykjavíkurlestin

Hugmynd að lestarsamgöngum í Reykjavík.
Í tengslum við umræðu um Sundabraut og ekki síst flutnings
flugvallarins á Hólmsheiði má vel leiða hugann að þeim möguleika að leggja lestarteina milli helstu hverfa í Reykjavík. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru í aðalatriðum tveir umferðarásar, annar norður-suður þ.e. frá Elliðaárósum og suður í Hafnarfjörð meðfram Reykjanesbrautinni og hinn vestur-austur frá Háskólasvæðinu meðfram Miklubraut í átt að Hólmsheiði.
Það þarf í raun aðeins tvær
lestarleiðir til að mæta þörfum fjölda íbúa.

Kostir þess að nota lest sem samgöngutæki?
Ástæða þess hversu hagkvæmt það er að nota lestir til samgangna er m.a. vegna þess að rafmagnið sem notað yrði til að knýja þær áfram er framleitt hér á landi.
Séð út frá umhverfissjónarmiði, með losun
gróðurhúsalofttegunda og mengun í huga, hefur notkun rafmagns algjöra sérstöðu. 

Ef litið er til þess að flugvellinum kunni að verða fundinn staður á Hólmsheiði þá verður sú hugmynd mun áhugarverðari en ella ef hægt væri að taka lest t.d. frá miðbænum og upp á Hólmsheiði. 

Vonandi verður þessi samgöngumöguleiki skoðaður til hlítar áður en búið verður að ráðstafa öllu landi undir vegi og byggingar.
Eftir það er það
nefnilega um seinan.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta hefur verið kannað R listin sendi menn út að skoða þetta,og þar varð þetta neikvætt,of dýrt að þeirra mati/en þetta með flugvöllinn hann fer ekki uppá heiðar það er næsta vist,að sögn allra Flugmanna og þeirra sem fljúga einnig flugumferðastjóra er ekkert vit á Hólmsheiði/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.2.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Hagbarður

Ég er sammála þér í þessu. Við eigum að huga að þessum kosti fyrr en síðar. Mér finnst eðlilegt að bera saman fjárfestingu í slíku mannvirki og fjárfestingum í vegamannvirkjum. Hugsanlega mætti kanna áhrif af fjárfestingum í lestum á umerðarteppur og hvaða áhrif þær hefðu á frekari þörf fyrir vegamannvirki. Yfirgnæfandi líkur eru á því að orkan eigi eftir að hækka umtalsvert meira. Mv. við spár margar aðila í orkugeiranum má gera ráð fyrir að olíufatið geti slegið vel á annaðhundrað $. Gangi það eftir getur bensínlíterinn hér á landi verði kominn vel yfir 200 kr. í árslok. Við eigum að styrkja og nútímavæða almenningssamgöngur. Lestarkerfi sem nýtir innlenda orkugjafa er einn þáttur í því.

Hagbarður, 2.2.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Alltaf verið hrifin af lestarhugmyndinni en sé þá fyrir mér leiðina Keflavíkur flugvöllur-Reykjavík, svona hringferð.

Þetta er nefnilega gróðavænlegt fyrirtæki ef þið reiknið inn verðmæti landsins undir flugvellinum í Vatnsmýrinni sem myndi þá losna

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.2.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Bobotov

Mikið skynsamlegra er að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og hafa lest þaðan til Reykjavíkur.

Væri seint hægt að réttlæta lagningu rándýrrar lestar út á Hólmsheiði þar sem ekkert er, eingöngu fyrir flugfarþega í innanlandsflugi, en með minni lausn væru nokkrar flugur slegnar í einu höggi.

  •  Farþegar í innanlandsflug
  • Farþegar í millilandaflug
  • Starfsmenn Keflavíkurflugvallar sem ekki eru fáir
  • Háskólagarðarnir á varnarsvæðinu og Suðurnesjamenn fengju ljómandi tengingu við höfuðborgina
  • Þessi lína, sem lægi í gegnum Voga, Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog gæti myndað annan ásinn í framtíðarsamgöngukerfi ásamt línu  frá Mosfellsbæ niður í  miðbæ (með viðkomu í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ).

(fyrir utan það að byggja heilan flugvöll svo stutt frá Keflavík) 

Bobotov , 2.2.2008 kl. 17:10

5 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Mér finnst þetta góð hugmynd og hlýtur að skila sér í minni umferðarþunga.  Og lest til Keflavíkur finnst mér líka allrar athygli verð.  Þegar umrædd könnun R-lista var gerð var ekki hafin sú uppbygging í Reykjanesbæ sem er í fullum gangi núna svo þetta myndi til dæmis gagnast þeim sem vilja ekki búa alveg í hringiðunni en sækja samt vinnu á höfuðborgarsvæðinu.  Svo maður tali nú ekki um möguleikann á því að nýta flugvöllinn sem er þarna undir innanlandsflugið.

Þórdís Guðmundsdóttir, 2.2.2008 kl. 17:35

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Uppí lestina stíg létt í lund,

frá Lækjartorgi, á farartækið mig reiði.

Á brautinni flugvélar bíða um stund,

í biðröð, á henni Hólmsheiði.

(KB)

Kolbrún Baldursdóttir, 2.2.2008 kl. 19:40

7 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég tek undir með Bobotov að þegar, ekki ef, heldur þegar, innanlandsflugið verður komið til Kef þá þarf að koma hraðlest sem fer á kannski 200 km hraða milli Kef og Rvk. Ef hún gengur á ca 15 mín fresti þá er þetta orðinn virkilegur valkostur við einkabílinn. Þetta gæti verið lítil lest með 2-4 vögnum, svona svipað og metro í Köben, enginn vagnstjóri heldur allt tölvustýrt og gengur smurt og flott.

Gísli Sigurðsson, 2.2.2008 kl. 23:11

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Um leið og við myndum færa innanlandsflugið suður í Keflavík og setja lest Kef/Rey þá myndum við um leið byggja nýjann spítala suðurfrá og færa læknadeild Háskólans suðureftir.

Gleymum ekki að svæðið frá Borgarnesi um Reykjarnes og austur fyrir Selfoss er að byggjast.

Ég held að það hafi mikið breyst síðan R listinn lét kanna þetta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.2.2008 kl. 00:02

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 10:21

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt.  Toy Train  Toy Train Toy Train 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 21:30

11 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er æði Ásdís, takk fyrir innlitið.

Kolbrún Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 21:34

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er kannski ansi hlutdrægur, en ég er einn af þessum sem hafa misst börnin sín vegna þess að skurðstofan í Keflavík var lokuð, þetta virðist vera nánast 1 barn á ári sem hefur farið vegna þessa, og alltaf jafn sárt að sjá þetta meðhöndlað sem einhvern ásættanlegan fórnkostnað að hálfu pólitískt kjörinna fulltrúa.

Að ekki sé rekin sólahrings skurðstofa í Reykjanesbæ er ótrúlegt, og fyrst þetta er alltaf metið sem peningamálefni, væri kannski ráð að færa sjúkraflugið alfarið til Keflavíkur og sameina þannig brýn málefni.

Hef samt trú á að Guðlaugur Þór sé skynsamur og geti komið viti í þetta kerfi sem virðist setja öll eggin í sömu körfuna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.2.2008 kl. 16:19

13 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Samhryggist þér Þorsteinn.  Maður hefur greinilega ekki gert sér grein fyrir þessu ástandi þarna suðurfrá.
Vona sannarlega að það sé betri tíð í heilbrigðismálum nú eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið við því ráðuneyti.

Kolbrún Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 20:09

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Takk Kolbrún, hef ekki alveg skilið þetta með stórt Hátæknisjúkrahús.

Hélt að meira öryggi væri fólgið í því að hafa einingarnar aðskildar með tilliti til Almannavarna og sýkingarhættu, enda skelfilegt að þurfa að hætta innlögnum sjúklinga vegna slíks, eins og hefur verið að gerast að undanförnu.

Finnst stundum ekki tekið tillit til almannahagsmuna, heldur meira gert í því að læknar hafi þægilega vinnuaðstöðu, og stutt sé að fara.

Miklu minna mál að skutla þeim á milli staða en sjúklingum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.2.2008 kl. 20:29

15 identicon

Ég vil hafa flugvöllinn þar sem hann er. Ég fór annars snemma heim af blótinu en kunningi tók við vinningi sem ég fékk. Gjafakort í Hreyfingu og helling af Lýsi hahahaha. Gaman var að hitta þig.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:38

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég vil láta flytja flugvöllinn úr Vatnmýrinni, hafa allt flugið á Keflavíkurflugvelli og hafa lest til að fara á milli. Höfuðborgarsvæðið stækkar svo ört og vegalengdin til Keflavíkur þykir ekki langt að fara miðað við margar borgir erlendis.

Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 22:50

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það hlýtur að vera komið að því að í Keflavík verði sólarhringsskurðstofa því að menn hljóta að sjá að Reykjanesið er að verða stútfullt af fólki frá Þorlákshöfn út á tá og inn í Hafnarfjörð.

Ég er sammála þér Þorsteinn með að hafa fleiri, hagkvæmar þó, einingar af ýmsum ástæðum. Sjúkrahúsin á Akranesi í Keflavík og á Selfosi eiga bara eftir að vaxa.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.2.2008 kl. 23:29

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er líka skotin í lestum og myndi gjarnan vilja sjá lestir bruna hér um höfuðborgarsvæðið og út á flugvöll hvar sem hann verður.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.2.2008 kl. 10:32

19 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þér Högni um eflingu sjúkrahúsanna, á ekki að soga allt saman á einn stað, vill líka endilega efla Akureyri og flytja helming þyrluflotans þangað.

Það er ekki skynsamlegt að hafa allt á einum stað í misveðra landi og hætta á að óþekkt náttúru eða manna vá lami allt í eina vettvangi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.2.2008 kl. 13:12

20 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mér sýnist, í fljótu bragði, að besta lausnin sé eftirfarandi.

  • Leggja niður Reykjavíkurflugvöll.
  • Taka frá landið milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvík sem útivistarsvæði.
  • Friða gamla flugturninn og byggja flugminjasafn.
  • Selja land Reykjavíkurborgar í Vatnsmýrinni undir byggð.
  • Setja upp lest frá miðbænum upp í Mjódd. Þar yrði skiptistöð sem gæfi möguleika á frekari sporum í framtíðinni. Annað spor færi til Keflavíkur, með viðkomu í bæjarfélögunum á leiðinni.
  • Flytja innanlandsflug til KEF og nýta flugstöðina sem stendur tóm megnið af deginum.
  • Setja upp bráðamóttöku í Keflavík, nálægt flugstöðinni. 

Villi Asgeirsson, 5.2.2008 kl. 14:01

21 Smámynd: Sturla Snorrason

Nokkrar ástæður fyrir því að flugvöllurinn fer aldrei:

60% borgarbúa og ennþá fleiri á landsbyggðinni vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni.

Ríkið á landið undir flugvellinum.

Unnið verði að sjálfbærri þróum með því að draga smám saman úr orkunotkun.

Að ferja 400.000 ferþega á ári til og frá Keflavík og lengja flestar flugleiðir um 10 mín. er brot á skipulags og umhverfislögum.

Að lengja flest björgunarflug um 15mínútur varðar þjóðaröryggi.

Sjúkraflug frá Keflavík og til baka lengist um 20 mín. + akstur til Reykjavíkur.

Flutningur farþega og starfsfólks til og frá Keflavíkur eykur slysahættu.

Flugvöllur á Hólmsheiði gengur ekki vegna ókyrrðar í lofti, snjóþyngsla og þoku. Fyrir utan að íbúar í Grafarholti og Norðlingaholti munu aldrei samþykja flugvöll enda var hann ekki á skipulagi þegar það fékk sínar lóðir eða keypti húsnæði.

Sturla Snorrason, 5.2.2008 kl. 19:32

22 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...vil núna bara kasta á þig hefðbundinni Sprengidagskveðju

Saltkjöt og baunir túkall!!

Marta B Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 20:07

23 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kæra Sturla

Fullyrðingar þínar dæma sig sjálfar

1. Þetta er fullyrðing en ekki staðreynd

2. Hver á Ríkið

3. Á það ekki við Keflavíkurflugvöll

4. Fluglengd til Keflavíkur er bein lína og tími því innan við 5 mínútur, margir farþegar eru á leið til Keflavíkur og erlendis, veit ekki til þess að löginn banni styttingu á flugtíma fyrir landsbyggðarfólk sem er að fara erlendis og öfugt.

5. Að hafa ekki þyrlu á Akureyri lengir tímann umtalsvert meira í sumum tilfellum og flugtími þyrlu til Keflavíkur er ekki 15 mínútur. Það þarf að deila 2 í allar tölur þínar um flugtíma og enginn að segja að allt sjúkraflug komi frá Reykjavík eða þurfi að fara fyrst þar yfir.

6. Það er verið að tala um sjúkrahús í Keflavík með aðstöðu til að taka við fólki, svo ekki þurfi að fórna fleiri mannslífum en orðið er. Það er líka alþjóðaflugvöllur í Keflavík, á að aka öllum slösuðum farþegum til Reykjavíkur eða fljúga verði flugslys þar, við eru að tala um ansi marga farþega í meðalstórri farþegaþotu.

7. Það eru allir farþegar í flug til útlanda fluttir þannig í dag og að flytja flesta með raflest mun fækka ferðum um þúsundir sem þýðir fækkun slysa samkvæmt reynslunni.

8. Það er verið að tala um aukna nýtingu á alþjóðaflugvelli sem er nú þegar til staðar og stendur ónýttur 20 klst á sólahring, sökum þess að öllu flugi er hrúgað á 4 klst á sólahring, því er bullað um að stækka þurfi flugstöðina til að taka þennan 4 klst topp.

Það er gott ef fólk hefur skoðanir Sturla, en það þarf að fara yfir rökin á með og móti án tilfinninga og eða ótta við breytingar, við verðum að taka okkur tíma til að fara í gegn um málið, og hugsa lengra en til morgundagsins og ekki ráðast í alskyns framkvæmdir til að hindra framgang þróunar sem við sjálf óttumst í dag.

Þetta snýst ekki bara um þægindi stutts milliferðartíma nokkurra einstaklinga heldur líka um öryggi og lífsgæði fjölmargra annarra sem margir virðast vilja fórna fyrir 10 til 15 mínútna styttingu á eigin ferðatíma.

Það hlýtur að koma til með að verða erfitt að skýra út fyrir ástvinum næsta fórnarlambs í sjúkraflutningum Reykjanesbrautar, að fórnin hafi verið nauðsynleg vegna  ferðatíma einstakra farþega.

Ég bý sjálfur rétt utan Egilsstaða og sé ekki að þessar mínútur sem ég framseldi á hverju ári, komi til með að skipta mig eða aðra miklu máli.

Kirkjugarðar heimsins eru fullir af ómissandi fólki.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.2.2008 kl. 21:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband