Sundagöng í Gufunesi óhagstæð þeim sem búa í Grafarvogi og Mosfellsbæ

Ef skoðaðar eru myndrænt,  annars vegar þá tillögu að byggja hábrú yfir Elliðavoginn með stefnu á Hallsveg og hins vegar þá tillögu að Sundabraut verði lögð í göng frá Laugarnesi í Gufunes, kemur í ljós að sú síðari hlýtur að vera öllu óhagstæðari þeim sem búa í Grafarvogi og Mosfellsbæ.
Báðar tillögurnar eru vissulega hannaðar með það markmið í huga að létta á gríðarlegum umferðarþunga og þá ekki hvað síst á Vesturlandsvegi og Miklubraut.

Fyrir þessa íbúa skiptir máli hvar leiðin yfir Kleppsvík liggur. Tillagan sem borgarráð hefur nú samþykkt leiðir til þess að margir vegfarendur þurfa að taka á sig krók aftur til norðurs ætli þeir inn í Sundagöng. Verði þessi tillaga að veruleika eins og nú lítur út fyrir myndi það ekki koma á óvart að þessir ökumenn veldu frekar að halda áfram að aka Vesturlandsveginn og Miklubraut sem þýðir einfaldlega að umferðarþungi á þeim vegum minnkar lítið.

Hugmyndin um brú yfir Elliðavoginn með stefnu á Hallsveg hlýtur því að hafa hugnast Grafarvogsbúum og íbúum Mosfellsbæjar mun betur en þessi sem nú liggur á borðinu. Þess utan finnst mörgum svona, ef séð út frá fagurfræðilegu sjónarmiði að brú hefði vinninginn yfir göng, alla vega í þessu umhverfi.

Ef af hverju var hætt við hábrú yfir Elliðavoginn?
Eins og fram hefur komið eru margir kostir þess að setja Sundabraut í göng og hefur í því sambandi verið nefndir þættir eins og umferðaröryggi, hávaðamengun og betri stjórnun svifryksmengunar.

En vegna lykkju eða króks sem vegfarendur þurfa að taka, ætli þeir sér inn í Sundagöngin í Gufunesi má allt eins búast við því að umferðarþungi haldi áfram að vera mikill um Vesturlandsveg og Miklubraut.  Ef sú verður raunin er markmiðinu líklegast aðeins náð að hluta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny B Good

Eftir að hafa búið í Danmörku um skeið og ekið yfir bæði Eyrarsundsbrúna og Stórabeltisbrúna í vindi sem myndi hér teljast mjög algengur, allavega um vetrartíma, finns mér hugmynd um hábrú algjört glapræði.  Það yrðu margir dagar á þar sem slík brú yrði lokuð fyrir umferð.  Að aka yfir Eyrarsunds og Stórabeltisbrýrnar í vindi var töluvert mál og þeir loka báðum brúnum ef vindhraði fer yfir 13 m/sek.  Slíkur vindhraði er ansi oft í höfuðborginni þannig að ég tel hábrú ekki koma til greina.

Johnny B Good, 17.2.2008 kl. 11:16

2 identicon

Reykjavík líður m.a. fyrir það að hún á ekki hringveg í kringum sig, sem er hraðleið að helstu hverfum. Vissulega er hringurinn ekki alltaf stysta leiðin, en það er heldur ekki ætlunin með honum.

Leiðin frá Laugarnesi í Gufunes, sem á sér framhald í Sæbraut í miðbæ Rvk. og með sjó og hringinn í kringum Grafarvoginn hlýtur að vera hugsað sem hröð leið framhjá byggðunum með tengingum inn í byggðirnar á góðum stöðum - vísir að hringvegi. Spurningin er síðan hvar þessi leið muni tengjast inn í  Mosfellsbæ - kannski þar sé sæbraut á dagskrá líka?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég held að þú ofmetir umferðarþungan sem kemur úr Mosfellsbæ Kolbrún.  Þótt mosfellingar færu vesturlandsvegin áfram þá mundi umferðarþungin samt minnka við komu sundagangna því í dag fara ALLIR vesturlandsveginn. Þá er markmiði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar náð , minnkandi umferð í gegnum mosfellsbæ.

Brú er glapræði og peningaaustur því þær þurfa gífurlegt viðhald sem göng þurfa ekki. auk þess tek ég undir hjá JBG hér að ofan um vindstuðulinn og þá hættu sem skapast við sterkan vind, hálku og bru.. þarf ekki að vera verkfræðingur til ða skilja að það dæmi gengur ekki upp og þar að auki hefði sú brú komið upp í miðju Hamrahverfinu í Grafarvogi við litla hrifningu íbúana þar,

í Heild þá er greinin þín ekkert voðalega vel ígrunduð.

Óskar Þorkelsson, 17.2.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég er sammála Johnny B. hábrú sem ekki er hægt að stóla á er ekki góð laust. En að nota Hallsveg sem safnbraut fyrir Grafarvorin og hafa lága brú frá Hamrahverfi að Geldingarnesi með eyju er besta leiðin.

Ný miðbær við Geirsnef í framhaldi myndi síðan stytta leiðir í vinnu og skóla fyrir Grafarvoginn, Breiðholtið og fleiri hverfi.

Borgarfulltrúar sem gleyma 70% af borgarbúum en hugsa meira um olíufélögin og niðurrifsfjárfesta í 101 eru ekki með heilum mjalla. 

Sturla Snorrason, 17.2.2008 kl. 14:02

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Brú eða ekki brú, geri ráð fyrir að brýr geta verið alla vegana, er það ekki?

Myndi vilja heyra sjónarmið bloggara hvað varðar þessa lykkju (þeir sem séð hafa myndir af þessu) sem taka þarf í raun til baka í norður ef ökumenn ætla inn í göngin í Gufunesi.

Kolbrún Baldursdóttir, 17.2.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég hef ekki skoðað teikningar svo vel en mig minnir að talað hafi verið um tenggöng við Grafarvog.

Eru þessar myndir einhversstaðar á netinu?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.2.2008 kl. 21:37

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já fyrirgefið þið. Teikningar af þessu og umfjöllun er í Morgunblaðinu 10 febrúar á bls. 10.

Kolbrún Baldursdóttir, 17.2.2008 kl. 21:54

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég les blaðið á netinu og kemst ekki afturfyrir 11.2.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.2.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er ekki búin að sjá teikningar, en vona bara að vitrir og framsýnir menn finni bestu lausnina.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 23:48

10 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ef þeir úr Mosfellsbæ og Grafarvogi eru ánægðir, þá er ég ánægð.

Kolbrún Baldursdóttir, 18.2.2008 kl. 08:04

11 Smámynd: Sturla Snorrason

Hér er linkur inn á kynning á Sundabraut, myndir af báðum leiðum. Það er akkúrat þetta sem þeir hjá Vegagerðinni eru að segja, það munu fara færri í göngin en á brúnna. Göng eru lengri leið fyrir stóran hluta Grafavogs, en Mosfellingar gætu farið Korpúlfsstaðarveginn og meðfram ströndinni og í göngin, en ef innri leiðin er farin myndi Mosfellingar nota áfram Vesturlandsveginn. Síðan má ekki gleyma allri uppbyggingunni við Reykjanesbrautina, Smáralindarsvæðið og Urriðaholt sem mun kalla á enn stæri hluta af umferðinni af Sundabraut.

Sturla Snorrason, 18.2.2008 kl. 10:50

12 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Sæl Kolbrún

Langaði að svara athugasemdinni þinni á minni síðu.... þetta með hjólastígana. Ég kom í borgina Ferrara á Ítalíu og í þeirri borg hjóla allir - ungir, gamlir, fátækir og ríkir. Þar eru grænmálaðir hjólastígar út um allt - sem sagt hjólreiðafólki er gert  mjög auðvelt fyrir.Ég held að svona aðgerðir gætu skilað sér hér, ekki bara hjólastígar til skemmtunar á sunnudögum, heldur meðfram umferðargötum, og fleira og fleira, hjólastatíf á fleiri stöðum.  kv. og takk Kristín Einarsdótti

Kristín Einarsdóttir, 18.2.2008 kl. 20:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband