Blogg er ekki eintal

Í tilefni fyrsta meiðyrðadómsins sem nú er nýfallinn vegna skrifa á bloggsíðu.

Það er óhætt að segja að almennt séð hefur það tíðkast talsvert að finna megi meiðyrði af öllu tagi  á Netinu: níð, rógburð, rætnar athugasemdir þar sem sá aðili sem meiðyrðin beinast að er nafngreindur. 

Skrif sem þessi eiga sér alls kyns upphaf. Stundum koma þau  í kjölfar beinna samskipta aðila á blogginu eða annars staðar, deilna eða skoðanaskipta. Einnig eru dæmi um að slík skrif beinist að einstaklingum sem þekkja ekkert til þess sem lætur hin neikvæðu ummæli falla og hafa aldrei átti í neinum samskiptum við viðkomandi níðskrifara.

Hvernig svo sem tengslum er háttað milli aðila eða hver hvatinn er að meiðyrðaskrifunum þá er þessi dómur héraðsdóms vandarhögg á bloggheiminn og áminning til okkar allra að ganga varlega um þessar dyr.  
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Orðum fylgi ábyrgð, og gott er að fá dómsúrskurð um svona málefni, en best væri að fá dóm frá Hæstarétti til að hafa þetta skýrt.

Væri bæði þarft og gaman, ef einhver löglærður aðili eða samtök, til dæmis Félag lögmanna eða Órator setti saman siðareglur fyrir bloggara, sem byggðu upp á lagagrunni samfélagsins, en ekki tilfinningum skrifara.

Morgunblaðið ætti svo að setja tengil inn á siðareglurnar, inn á hverja einustu blogg síðu sem væri opnuð á blogginu, þannig að tryggur aðgangur væri alltaf til staðar.

Finnst alveg nauðsynlegt að tryggð sé lágmarks kurteisi skrifara, án þess að skerða endilega Íslenska málnotkun eða sterkt orðaval skrifarans, til að lýsa sterkum viðbrögðum og tilfinningum sýnum.

Þá finnst mér það alveg umhugsunarvert að taka út valkvæða stillingu um að skrifa athugasemdir án þess að staðfesta netfang, með kröfu um staðfest netfang og ip-tölu er aðgengi hinna nafnlausu orðið verulega þrengra, og Morgunblaðs bloggið orðið trúverðugra.

Þetta þýðir fórn á frelsi, en er allt frelsi hollt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.2.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála því að oft mega menn vanda betur málfar sitt og hvað þeir setja hér inn.  En ég verð að segja að þessi ummæli hafa ekki í mínum huga þá þungavigt að tilefni hafi verið til kæru.  Ég hugsa að það sé nokkuð ljóst að þessu verður snúið við i Hæstarétti.  Hefði frekar vilja hafa meiri ástæðu til, það eru nægileg dæmi um það.  En þetta er bara mín skoðun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Takk fyrir þetta!

Það er samt augljóst að fólk ruglar saman gagnrýni á samfélagsmál og gagnrýni á opinbera aðila sem víkjast undan ábyrgð og persónulegum árásum. Viltu gera mér greiða og fara inn á google.is og slá inn Jónína Ben

Hvað finnst þér sem sálfræðingi um þau skrif ? Þetta hefur skaðað marga í kringum mig. Takk takk. 

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála þessu Kolbrún. Orð geta verið vopn. Þessi dómur verður vonandi til þess að fólk vandi sig betur í skrifum sínum.

P.s. Flott konan í í fréttaviðtali í gær.

Marta B Helgadóttir, 27.2.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæl Jónína og takk fyrir skrifin þín. 
Ég held að við þurfum öll að vera á varðbergi að rugla ekki saman þvi að gagnrýna kerfi eða stefnur og því að gagnrýna persónur og ganrýna þær með þeim hætti að um sé að ræða skítkast og persónulegar árásir.
Ég held þó að all flestir eigi gott með að greina þarna á milli og tekst það vel í sínum bloggskrifum.

Ef til vill er nauðsynlegt að höfða dómsmál í þeirri von að dómar sem falla sorteri þetta í hugum fólks sem sagt leggi línurnar.

En eins og ég segi, þá held ég að flestum sé það ljóst hvar mörkin liggja. Þeir einfaldlega finna það innra með sér hvað sé viðeigandi og hvað sé ekki viðeigandi að láta frá sér fara opinberlega.

Ég vona sannarlega að við séum hægt og bítandi að sigla inn í bættara siðferði í bloggheimum og kannski er þetta fyrsta alvöru skrefið. 

Þessi samskiptamáti er skemmtilegur, gefandi og fræðandi og því væri það leiðinlegt ef fólk tæki að flýja þennan vettvang eða einfaldlega hætta að tjá sig opinberlega af ótta við að veri ausið aur. 
 

Kolbrún Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 12:38

6 identicon

Sammála þér.Allir með aðgang að interneti geta lesið ólæst blogg og blogg er ekkert einkamál

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:02

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kolbrún ég ætla að senda þér meil þar sem eru komment frá einni af þeim sem kommenta hér hjá þér og er að tala um að það þurfi að passa sig, sumir gera eitt og segja annað. Fólki ber hins vegar að gæta sín, ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 17:43

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er ótrúlegt hvað sumir eru dónalegir á bloggsíðu fólks og þá nafnlausir. Ég er alveg sammála þér Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.2.2008 kl. 19:12

9 identicon

ohhh.. eru það bara nafnlausir sem eru með skæting... þetta er einhver blinda hjá ykkur, mig minnir nú að mörg verstu málin séu einmitt undir nafni... hvort sem nafnið er rétt eða ekki, you never know.
Annars vil ég hafa netið eins frjálst og frekast er kostur, ef það verður ekki þá er netið búið að missa rosalega mikið

DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:50

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég sé að Marta hefur kannast við þessa flottu þarna í sjónvarpinu, mér fannst ég hafa séð hana einhversstaðar, kannski á einhverjum pöbb eða kannski kaffihúsi, man það ekki, Marta !! hver var í sjónvarpinu þínu?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 21:23

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir góð skrif Kolbrún. Ég er alveg sammála þér.

Ágúst H Bjarnason, 28.2.2008 kl. 21:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband