Eyđilegging til lífsstíđar

Skađsemi langvinns eineltis getur varađ alla ćvi. Ţessi umrćđa hefur sérstaklega veriđ í deiglunni nú í kjölfar ţess ađ móđir ungs drengs sem nýlega tók líf sitt sagđi frá ţví ađ sonur hannar hafi sćtt gengdarlausu einelti í grunnskóla í ţrjú ár. Góđ vísa er aldrei of oft kveđin og ţrátt fyrir ađ nú sé sumar og sól og skólastarf liggi niđri er málefniđ engu ađ síđur brýnt.

Sjálfsmat barns sem hefur orđiđ fyrir ítrekuđum árásum eđa hunsun og fyrirlitningu annarra barna í langan tíma verđur fljótt eins og rjúkandi rúst.  Ţeir sem ţetta hafa mátt ţola án ţess ađ tekist hafi ađ grípa inn í og stöđva, leggja iđulega af stađ út í lífiđ međ skaddađa sjálfsvirđingu. Tilfinningar eins og reiđi, vanmáttur og höfnun fylgir ţessum einstaklingum stundum ćvilangt og kvíđi og ţunglyndi er ekki óalgengir kvillar sem ţeir stríđa viđ.

Ţrátt fyrir ađ foreldrar og skólayfirvöld hafa tekiđ höndum saman og reynt ýmsar leiđir til ađ upprćta einelti skila ađgerđir ekki alltaf  tilćtluđum árangri. Stundum breytist hiđ neikvćđa atferli geranda/gerenda ţannig ađ árásirnar fara ađ verđa leyndari og minna sýnilegri ţannig ađ erfiđara reynist ađ festa á ţeim hönd og skilgreina.

Ţví fyrr sem skólayfirvöld og foreldrar byrja ađ rćđa ţessi mál viđ börn sín, helst strax viđ upphaf grunnskólagöngu og jafnvel fyrr,  má leiđa ađ ţví líkum ađ tíđni eineltistilvika fćkki eitthvađ. Umrćđan ţarf fyrst og fremst ađ snúast um ađ börnin sýni hvert öđru gagnkvćma virđingu og ađ engan megi skilja út undan.  Einnig ađ börnin lćri almennar samskiptareglur bćđi á heimilinu og í skólanum og mikilvćgi ţess ađ ţau láti viti ef ţeim,  af einhverjum orsökum, líđur illa.

Sumir skólar leggja mikla áherslu á fyrirbyggjandi ađgerđir t.d. međ ţví ađ tvinna saman umrćđu um t.d. jákvćđ samskipti og frćđslu um skađsemi stríđni viđ hiđ daglega skólastarf. Börn fara mjög ung ađ skilja merkingu ţessara hugtaka og međ ţví ađ tala um ţetta viđ ţau eykst hćfni ţeirra ađ setja sig í spor annarra og upplifa tilfinningu á borđ viđ umburđarlyndi, tillitssemi og samkennd međ ţeim sem eiga um sárt ađ binda.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir ţetta blogg Kolbrún - nauđsynlegt framlag okkur hinum til verđugrar umhugsunar!!!

Ása (IP-tala skráđ) 17.7.2008 kl. 19:48

2 identicon

Fín fćrsla.Einelti hefur skelfilegar afleiđingar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 18.7.2008 kl. 18:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband