Guðjón er ljúfmenni, Matthías sleppur vel

Nú hefur það verið staðfest að skrif Matthíasar um Guðjón Friðriksson er lygi.
Matthías hefur beðið Guðjón afsökunar samkvæmt fréttum dagsins.

EKKERT af því sem Matthías skrifar um Guðjón er rétt. Sá síðarnefndi hafði hvorki verið nálægur þeim vinnustað eða fólki sem um ræðir í dagbókarskrifum Matthíasar. Það er ekki einu sinni hægt að setja þetta á reikning misskilnings.  Skrifin um Guðjón eru því slúður sem hefur skotið rótum í minni Matthíasar eða að Matthías hefur farið illilega mannavillt.

Guðjón Friðriksson er fórnarlamb.
Er hann ekki þolandi óvandaðra vinnubragða?  Hann á sér einskis ills von frá fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hefur nú mátt eyða tíma og þreki í að verjast og hreinsa mannorð sitt.

Ef frásögnin um Guðjón er hrein lygaþvæla hvað á maður að halda um annað efni dagbókaskrifanna?

Hvert er gildi skrifa Matthíasar nú í hugum lesenda? 

Guðjón er ljúfmenni, sáttfús friðarsinni. Hann lætur sér nægja afsökunarbeiðni og sættir sig við að lygin um hann verði ekki fjarlægð úr dagbókaskrifunum heldur er sett inn tilvísun í útskýringar þar sem fram kemur að þessi frásögn á ekki við rök að styðjast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta get ég tekið undir 100% kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Ragnheiður

Guðjón er maður að meiri fyrir vikið en ég held að M hafi farið svona skelfilega mannavillt fyrir þessum tæpu 10 árum.

Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er sammála þér Kolbrún.

Svo finnst mér ekki nógu gott að ata mann auri opinberlega, en hringja svo í hann prívat til að biðjast afsökunar. Matthías á að biðjast afsökunar opinberlega, á sama vettvangi og ruglið var sett fram.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.9.2008 kl. 08:53

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

MJ er ekki þekktur af óheilindum svo skýringar hans hljóta að vega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.9.2008 kl. 09:00

5 identicon

Ég bloggaði um þetta, kenndi í Ármúlaskóla á þessum tíma..

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er afar erfitt að vera ásakaður fyrir eitthvað sem maður hefur ekki gert.  Og sérstaklega opinberlega.  Ég hef orðið fyrir slíku á öðrum vettvangi, þar sem ég get ekki varið mig, vegna þess að ég er bundinn trúnaði.  Og get því ekki sýnt fram á sannleikann, sem ég þó hef í höndunum.  Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir hve mikið svona ósannindi og ásakanir særi, þó þær séu ósannar og eigi ekki við rök að styðjast.  Því alltaf eru einhverjir sem trúa vitleysunni, því miður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þarna hefur verið farið mannavillt, sbr. frásögn Gísla Baldvinssonar hér að ofan. Matthíasi finnst það örugglega ekki gott, ég tel mig þekkja hann nógu vel til að geta staðhæft það. Og þess vegna hefur hann beðið Guðjón afsökunar. Og er ekki miklu mun persónulegra að tala beint við Guðjón og biðja hann forláts, fremur en gera það á bloggsíðu? Það finnst mér.

Ágúst Ásgeirsson, 1.9.2008 kl. 12:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband