Magnús Þór Hafsteinsson á bekknum í settinu hjá ÍNN

Magnús Þór Hafsteinsson ætlar að koma til mín í dag í viðtal í þættinum Í Nærveru sálar sem við köllum líka stundum einfaldlega Sálartetrið.  Í þættinum pælum við í sál, fjöllum sem sagt um innri mál og atferli.

En eins og sést hér til hliðar í skoðanakönnuninni eru vangaveltur um nafnið á þættinum. Af þeim niðurstöðum sem komnar eru virðist sem Í nærveru sálar sé  vinsælast. Ég þakka þeim sem þegar hafa gefið sér tíma til að taka þátt í könnuninni. 

ÍNN er hægt að ná núna víðast hvar og er rás 20.

Í viðtalinu ætlar Magnús að leyfa okkur að skyggnast inn í hugarheim sinn, sálarlífið og daglega tilveru. Hann deilir með okkur lífsskoðunum sínum og gildismati. 

Hverjir eru styrkleikar hans, veikleikar, helstu mistök og stærstu sigrar?
Hvernig skyldi Magnús Þór höndla mótlæti og hvað hefði hann viljað gera öðruvísi?
Hvernig sýnir hann gleði, reiði og vonbrigði?
Hver eru markmið hans og hver er stóri draumurinn?

Við fáum vonandi í þessu viðtali tækifæri til að kynnast Magnúsi sem persónu. Eins og margir vita þá þekkjum oft ekki stjórnmálamennina okkar vel sem persónur og þess vegna verður gaman að fá tækifæri til að kynnast Magnúsi nánar.

Magnús mun síðan hugsanlega í lok þáttarins skora á einhvern annan stjórnmálamann að vera næstur á bekkinn.

 





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Salgreining á Magnúsi Þór. Það hlýtur að verða áhugavert.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta getur bara orðið skemmtilegt. Magnús Þór er eðaldrengur, ekki spurning. Spennandi að heyra hina hliðina, hliðina sem við fáum ekki að sjá dags daglega.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kaus Í nærveru sálar. Man enn svo greinilega eftir þætti Inger Önnu Aikman, Sálartetrinu.

Þetta verður örugglega fróðlegur og skemmtilegur þáttur! Gangi þér vel.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.9.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðrún Þóra kom inn á rosalega áhugaverðan punkt.

Kolbrún segir að í viðtalinu ætli Magnús að leyfa okkur að skyggnast inn í hugarheim sinn, sálarlífið og daglega tilveru og  deila með okkur lífsskoðunum sínum og gildismati. Segja okkur hverjir séu styrkleikar hans, veikleikar, helstu mistök og stærstu sigrar og segja okkur
Hvernig hann höndlar mótlæti og hvað hefði hann viljað gera öðruvísi?
Hvernig sýnir hann gleði, reiði og vonbrigði, hver séu markmið hans og hver sé stóri draumurinn?

Allt þetta kallar Guðrún hina hliðina á Magnúsi Þór sem við fáum ekki að sjá dags daglega, sem er svo sannarlega rétt hjá henni.

En sé þetta mat Guðrúnar er rétt, á hvaða forsendum er þessi maður í stjórnmálum og á hvaða forsendum hefur hann verið kosinn sem fulltrúi fólks á þing?

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 01:59

5 Smámynd: Beturvitringur

Gott þú "tekur á".  Hann er víða úthrópaður af þeim sem skoða ekki allar hliðar. "Ekki veldur sá er varar"

Beturvitringur, 18.9.2008 kl. 03:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband