Smá slys, saltaði pönnkökurnar í stað þess að sykra.

Það voru einhver áhöld um það hvort það var ég eða móðir mín sem ætti 84 ára afmæli í dag þegar í ljós kom að ég hafði saltað pönnukökurnar í stað þess að sykra þær.

Í tilefni afmælisdags hennar bauð ég sem sagt upp á saltaðar, upprúllaðar pönnukökur. Shocking

Þetta er víst ekki fyrsti skandallinn í eldhúsinu sem ég verð uppvís að. Enn er í minnum haft þegar ég, fyrir 27 árum bakaði svona ægilega fínar hálfmánakökur með málshætti inn í.  Í lok kaffiboðsins mundi ég allt í einu eftir að ég hafði gleymt að segja fólkinu að vara sig á að borða ekki málsháttinn.

Það var um seinan, gestirnir höfðu bara gleypt pappírinn með kökunni.

Meiri græðgin í þessu fólki. Halo
Mér voru alla vega ekki vandaðar kveðjurnar þann daginn og hef ekki bakað hálfmánakökur síðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hahaha þetta var ansi skondið,en þetta getur komið fyrir hvern sem er.

 Óvart. Verði þér samt að góðu.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta kom fyrir mig einusinni. 

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 17:07

3 Smámynd: Aprílrós

Hahaha góð   það er enginn fullkominn svo ég viti til

Aprílrós, 21.9.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta bjargar deginum.  Alveg klárlega sko.

Rosalega er þetta dúllulegur gjörningur, þetta með málshættina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þetta afmæli verður ógleymanlegt og er ekki nauðsynlegt að hafa krydd í tilverunni?  

Marta Gunnarsdóttir, 21.9.2008 kl. 19:55

6 identicon

alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:20

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Gerði það einmitt um kvöldið, þ.e. í gærkvöldi.
Rúllaði þeim söltuðu í sundur, sauð svo hrísgrjón, setti saman við þau ananas, kjúklingabita og meira krydd (ekki þó salt).
Setti svo gumsið á söltuðu pönsurnar, hellti ostasósu yfir og skellti þeim svo í örbylgjuna.
Og þá var nú annað upplit á eiginmanninum en þarna fyrr um daginn.

Hann sagði nammmmmmmmmmmmmmmm

Kolbrún Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góð, og svo bara bjargaðir þú þér fyrir horn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2008 kl. 12:05

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

jedúddddddda mía. Kisses

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband