Hvar er nú best að geyma sparnaðinn?

Dagurinn í dag var engum líkur og mun eflaust verða í minnum hafður.

Á Hrafnaþingi milli 8 og 10 í kvöld á ÍNN voru atburðir dagsins ræddir. Gestir úr fjármálaheiminum mættu til Ingva Hrafns og voru m.a. spurðir hvar fólk ætti nú helst að geyma sparnaðinn sinn þ.e. sé eitthvað enn eftir af honum.

Einhver nefndi við mig í dag að kannski væri bara best að sækja krónurnar og stinga þeim til geymslu í skóskápinn sinn. 

Vonandi er þetta nú ekki alveg svo slæmt.  Þó er líklegast rétt að yfirgefa alla áhættu og leita í öruggari sjóð. Hægt er að kaupa ríkisbréf bæði óverðtryggð og verðtryggð. Það þykir nokkuð öruggur geymslustaður fyrir fé næstu misserin.

Þeir sem enn eiga eitthvað eftir í hlutabréfum velta því fyrir sér hvort þeir eigi að selja það sem eftir er áður en allt er horfið eða bíða aðeins og sjá hvort ástandið á mörkuðum skáni eitthvað smá.
Fáir þora að ráðleggja nokkuð í þessum efnum, ekki einu sinni færustu fjármálaspekúlantar. Blush

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Enda hafa þessir "færustu fjármálaspekingar" ekki gefið nokkur ráð af viti lengi og sáu ekki bankakreppuna fyrir. Gat nú ekki annað en hlegið þegar Geir Hilmar sagði í drottningarviðtali um daginn að enginn hefði geta séð þau ósköp fyrir!   Haló, það er fullt  af fólki búið að vera að vara við hvert óhvákvæmilega stefndi, sumir í mörg ár en ekki verið hlustað eða tekið mark á aðvörunum þeirra, enda hver nennir að hlusta á einhvern gaur æpa eldur eldur þegar veisla er í fullum gangi og "allir" að gera það svona líka gott og skemmta sér vel.

Held að það væri nær að reyna að fá ráðleggingar frá fólki sem var svo skarpskyggnt að sjá hrunið fyrir og reyndi að vara við því frekar en að draga alltaf fram sömu "sérfræðingana"(sic) sem óðu villu og svíma allann tímann og annaðhvort voru hálfblindir á hvað raunverulega var í gangi eða höfðu ástæðu til að leyna því ef þeir sáu hvert stefndi af einhverjum ástæðum. Hlustar einhver lengur og tekur mark á því sem greiningadeildir segja og spá fyrir um?

Af hverju eru menn eins og t.d Jóhannes Björn fengnir til að spá prekar í spilin, hann er búinn að vera að vara við þessu óhjákvæmilega hruni í mörg ár með greinarskrifum á vef sínum VALD.ORG og allt meira og minna gengið nákvæmlega eftir. Við þurfum að hlusta á slíka menn en ekki þá sem voru sofandi og gerðu fátt rétt.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.9.2008 kl. 03:20

2 Smámynd: Johnny Bravo

Það er nú ekkert hættulegt að ráðleggja. Sömu ráðleggingarnar eiga alltaf við. Skammtíma fjárfesting, þá leitar maður bara góðra reikninga í bönkum þær eru tryggðar upp að 2,5mil og þá geta menn verið með 2-5banka ef menn eiga mikið af lausafé.

Annars eru til verðtryggðir reikningar, ef menn þurfa ekki að hafa aðgang að sínu fé, einnig er hægt að kaupa sér skuldabréf ríkisins beint.

Svo fyrir þá sem halda að gengi veikist meira þá er hægt að fá sér gjaldeyrisreikning, en greiningardeildir sá GVT 130-150 eftir 15-27mánuði þannig það ætti að vera fráráðið út frá því.

Svo er spurning hvort botninum sé ekki bráðum náð og góður vöxtur komi úr því að kaupa hlutabréf til að eiga í 3ár eða meira. Ef menn gera það þarf að kaupa í meira en 1 félagi. Dreifa á 4-10aðila sem eru ekki í sama geira. Eða kaupa í sjóði sem notar verðbréfa vísitöluna sem kaup og sölugengi td. hjá kaupþingi.

Til langs frama er gott að eiga eignasafn sem samanstendur af vertryggðu og verðbréfum og hugsanlega í erlendum verðbréfum og skuldabréfum.Skipta í 4hluta, með þessu fæst ekki besta ávöxtun til skams tíma en mest öryggi til langs tíma.

Johnny Bravo, 30.9.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk fyrir þetta yfirlit

Kolbrún Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 12:34

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég á ekkert til að geyma svo ég er alveg slök yfir þessu öllu.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband